Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2016 10:10 Bankinn fékk aðgang að upplýsingum um rekstur Borgunar áður en hann gekk frá sölu á hlut sínum. Vísir/Andri Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á Visa Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. Samið hafði verið um valréttinn árið 2007 en hann var ótímabundinn og óvíst var hvenær og hvort af honum yrði, að sögn Steinþórs. Samningurinn færir hluthöfum Visa Europe mikinn fjárhagslegan ávinning. „Þetta var viljayfirlýsing milli Visa Inc. og Visa Europe um að menn myndu setjast niður ef annar aðilinn myndi óska eftir slíku. Við reyndum að kynna okkur þetta eins vel og við gátum. Við vorum í sambandi við forstjóra Visa Europe og við gerðum okkur grein fyrir þessum samningi,“ segir Steinþór. Er þetta eitthvað sem þið hefðuð þurft að taka tillit til við sölu hlutabréfa í Borgun, til dæmis með því að setja ákvæði inn í kaupsamninginn um að bankinn myndi njóta fjárhagslegs ávinnings af samstarfi eða yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, ef af því yrði? „Við töldum ekki að Borgun myndi fá neinar greiðslur, þeir höfðu ekki verið með Visa-viðskipti. Þau höfðu verið í gegnum Visa Ísland sem var hjá Valitor. Við gættum okkar hagsmuna með þessum hætti þegar við seldum hlut okkar í Valitor til Arion banka,“ segir Steinþór en hann er þar að vísa til sérstaks ákvæðis í kaupsamningi milli Arion banka og Landsbanka um hlutabréfin í Valitor. Landsbankinn seldi 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014.Vísir/ErnirSteinþór segir að Landsbankinn hafi selt hlutabréf sín í Borgun hf. í góðri trú. „Við vorum að vinna þetta eftir bestu getu og þekkingu. Það lá ekk fyrir neitt um að þeir (Borgun) væru að fá ávinning af þessum valrétti og það er eitthvað sem gerist eftir að við seljum.“ Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Borgunarmálið hneyksli og þeir sem beri ábyrgð hljóta að þurfa að axla hana, jafnvel þó allt hafi verið gert í góðri trú. Þá segir hann að kaupendur að hlut Landsbankans í Borgun eigi alvarlega að íhuga hvort þeir taki þá afstöðu að láta Landsbankann, seljandann, njóta hluta af þeim ávinningi sem fylgir kaupum Visa Inc. á Visa Europe.Steinþór Pálsson„Það er alveg sjálfsagt að mæta fyrir þær nefndir þingsins sem vilja hitta mig. Ég gerði það nú fyrir ári síðan um þetta mál. Formaður þeirrar nefndar hældi mér þá fyrir greinargóð svör. Þetta eru svona eftiráskýringar að einhverju leyti. Þegar við seljum bréfin í Borgun virðist Borgun fara í mikinn vöxt erlendis. Þessi vöxtur er að langmestu leyti kominn til eftir að við seljum. Þetta er því svolítið eins og að selja frá sér kökuna en gera tilkall til þess að borða hana.“ Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“. Í mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Borgunarmálið Tengdar fréttir Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. 23. janúar 2016 17:36 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á Visa Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. Samið hafði verið um valréttinn árið 2007 en hann var ótímabundinn og óvíst var hvenær og hvort af honum yrði, að sögn Steinþórs. Samningurinn færir hluthöfum Visa Europe mikinn fjárhagslegan ávinning. „Þetta var viljayfirlýsing milli Visa Inc. og Visa Europe um að menn myndu setjast niður ef annar aðilinn myndi óska eftir slíku. Við reyndum að kynna okkur þetta eins vel og við gátum. Við vorum í sambandi við forstjóra Visa Europe og við gerðum okkur grein fyrir þessum samningi,“ segir Steinþór. Er þetta eitthvað sem þið hefðuð þurft að taka tillit til við sölu hlutabréfa í Borgun, til dæmis með því að setja ákvæði inn í kaupsamninginn um að bankinn myndi njóta fjárhagslegs ávinnings af samstarfi eða yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, ef af því yrði? „Við töldum ekki að Borgun myndi fá neinar greiðslur, þeir höfðu ekki verið með Visa-viðskipti. Þau höfðu verið í gegnum Visa Ísland sem var hjá Valitor. Við gættum okkar hagsmuna með þessum hætti þegar við seldum hlut okkar í Valitor til Arion banka,“ segir Steinþór en hann er þar að vísa til sérstaks ákvæðis í kaupsamningi milli Arion banka og Landsbanka um hlutabréfin í Valitor. Landsbankinn seldi 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014.Vísir/ErnirSteinþór segir að Landsbankinn hafi selt hlutabréf sín í Borgun hf. í góðri trú. „Við vorum að vinna þetta eftir bestu getu og þekkingu. Það lá ekk fyrir neitt um að þeir (Borgun) væru að fá ávinning af þessum valrétti og það er eitthvað sem gerist eftir að við seljum.“ Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Borgunarmálið hneyksli og þeir sem beri ábyrgð hljóta að þurfa að axla hana, jafnvel þó allt hafi verið gert í góðri trú. Þá segir hann að kaupendur að hlut Landsbankans í Borgun eigi alvarlega að íhuga hvort þeir taki þá afstöðu að láta Landsbankann, seljandann, njóta hluta af þeim ávinningi sem fylgir kaupum Visa Inc. á Visa Europe.Steinþór Pálsson„Það er alveg sjálfsagt að mæta fyrir þær nefndir þingsins sem vilja hitta mig. Ég gerði það nú fyrir ári síðan um þetta mál. Formaður þeirrar nefndar hældi mér þá fyrir greinargóð svör. Þetta eru svona eftiráskýringar að einhverju leyti. Þegar við seljum bréfin í Borgun virðist Borgun fara í mikinn vöxt erlendis. Þessi vöxtur er að langmestu leyti kominn til eftir að við seljum. Þetta er því svolítið eins og að selja frá sér kökuna en gera tilkall til þess að borða hana.“ Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“. Í mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. 23. janúar 2016 17:36 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. 23. janúar 2016 17:36
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00