Ég er afæta Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ég skrifa eftirfarandi hugleiðingar gegn betri vitund og góðum ráðum. „Æi, ég nenni ekki að eyða helginni í virka í athugasemdum,“ sagði eiginmaðurinn. „Aldrei að játa,“ sagði lögfræðingurinn í fjölskyldunni. En ég verð. Ég verð að játa. Ég er sek. Ég er ein af þessum afætum. Vegna mín kveljast börn, gamalmenni svelta og heilbrigðiskerfið koðnar niður. Já, ég fékk úthlutað listamannalaunum í ár. Ég bið hvorki um fyrirgefningu né uppreist æru. Tilgangur minn er aðeins sá að útskýra hvernig einhver leiðist út á braut slíkrar óreglu og samfélagslegra spellvirkja.Ylvolg mjólk úr ríkisspenanum Ég ætlaði alltaf að verða rithöfundur. Ég ætlaði samt ekki að verða svona klisja með kúluhatt sem drekkur bara kaffi á Hressó og dettur í það á Grand rokk. Ég ætlaði ekki að verða týpan sem kaupir föt með því að stíga um borð í tímavél og dreymir blauta drauma um að detta niður tröppur, fótbrotna og deyja úr blóðeitrun. Ylvolg mjólk úr ríkisspenanum skyldi aldrei nokkurn tímann þynna út latte-ið mitt. En svo skrifaði ég bók sem seldist eins og fótanuddtæki á níunda áratugnum. Djöfull var ég góð með mig þegar það þurfti að endurprenta. Ég hafði sýnt þessum lúserum hvernig átti að gera þetta. Ég beið þess að Hannes Hólmsteinn byði mér í kaffi til að þakka mér fyrir að sanna að lögmál frjálshyggjunnar giltu líka um listir. Ritlaunin hlytu að kaupa mér tvö ár til að skrifa næstu bók og allavega eina utanlandsferð. En raunin varð önnur.Takk Fyrir viku bárust fréttir af breskum bókamarkaði sem komu engum á óvart. Athugun tímaritsins The Bookseller á ritlaunum breskra höfunda leiddi í ljós að fæstir rithöfundar geta lifað af bókaskrifum. Það sem kom hins vegar mörgum á óvart var að þeim fer fækkandi. Hart hefur verið tekist á um listamannalaun í íslenskum fjölmiðlum. Umfjöllun um listamannalaun, tilgang þeirra og ráðstöfun, á fullkomlega rétt á sér, rétt eins og um önnur fjármál ríkisins: Tímum við að verja 180 milljörðum í búvörusamning eða tugum milljarða í jarðgöng? Svo virðist þó sem tilgangur listamannalaunanna gleymist gjarnan í skáldlegri fúkyrðagleðinni. Margir virðast telja að rithöfundar á listamannalaunum sitji nú með banana í eyrunum í demantsskreyttum fílabeinsturnum, belgi sig út af hægelduðum gullgæsum, stingi svo fingri ofan í kok og kasti upp til að hafa pláss fyrir meira. Svo er hins vegar ekki. Flestir sitja höfundarnir á eldhúskolli með örbylgjunúðlur í skjálfandi lúkunum og nefið ofan í uppnefnunum sem þeim eru gefin í athugasemdakerfum internetsins. Flestir eru þeir – þar með talið undirrituð – þakklátir þjóðinni fyrir tækifærið sem þeim hefur verið gefið og staðráðnir í að standa sig. Aðallega eru þeir þó að gera í buxurnar af ótta við yfirvofandi dómsuppkvaðningu um afrakstur vinnu þeirra.Fjárfesta eða ekki fjárfesta? Gamli íslenskuprófessorinn minn, Eiríkur Rögnvaldsson, varaði nýlega í Fréttablaðinu við hættunni sem íslenskunni stafar af hinum enska menningarheimi vegna „snjalltækjabyltingarinnar“. Ég þekki þetta sjálf. Þegar ég eignaðist rafbókalesara tók ég í auknum mæli að lesa bækur á ensku; þær voru ódýrar og aðgengilegar. Og þar liggur hundurinn grafinn. Ritlaunin fyrir bókina mína nægðu fyrir vöxtum af húsnæðisláninu í þrjá mánuði, þriggja mánaða skammti af örbylgjunúðlum og einum maskara. Hannes Hólmsteinn bauð mér aldrei í kaffi. Ef rithöfundar sem skrifa á ensku, þriðja algengasta móðurmáli veraldarinnar, geta ekki lifað af skrifum sínum, hvaða möguleika eigum við Íslendingar á að viðhalda tungu og menningarlífi á okkar 330.000 manna móðurmáli? Tilgangur listamannalauna er ekki að gera völdum bóhemum kleift að vinna ekki ærlegt handtak. Það eru aðeins hliðaráhrif launanna. Listamannalaun eru fjárfesting til að halda íslenskri menningu og tungu á lífi. Hvort við kærum okkur um að halda íslenskunni á lífi er svo stóra spurningin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Ég skrifa eftirfarandi hugleiðingar gegn betri vitund og góðum ráðum. „Æi, ég nenni ekki að eyða helginni í virka í athugasemdum,“ sagði eiginmaðurinn. „Aldrei að játa,“ sagði lögfræðingurinn í fjölskyldunni. En ég verð. Ég verð að játa. Ég er sek. Ég er ein af þessum afætum. Vegna mín kveljast börn, gamalmenni svelta og heilbrigðiskerfið koðnar niður. Já, ég fékk úthlutað listamannalaunum í ár. Ég bið hvorki um fyrirgefningu né uppreist æru. Tilgangur minn er aðeins sá að útskýra hvernig einhver leiðist út á braut slíkrar óreglu og samfélagslegra spellvirkja.Ylvolg mjólk úr ríkisspenanum Ég ætlaði alltaf að verða rithöfundur. Ég ætlaði samt ekki að verða svona klisja með kúluhatt sem drekkur bara kaffi á Hressó og dettur í það á Grand rokk. Ég ætlaði ekki að verða týpan sem kaupir föt með því að stíga um borð í tímavél og dreymir blauta drauma um að detta niður tröppur, fótbrotna og deyja úr blóðeitrun. Ylvolg mjólk úr ríkisspenanum skyldi aldrei nokkurn tímann þynna út latte-ið mitt. En svo skrifaði ég bók sem seldist eins og fótanuddtæki á níunda áratugnum. Djöfull var ég góð með mig þegar það þurfti að endurprenta. Ég hafði sýnt þessum lúserum hvernig átti að gera þetta. Ég beið þess að Hannes Hólmsteinn byði mér í kaffi til að þakka mér fyrir að sanna að lögmál frjálshyggjunnar giltu líka um listir. Ritlaunin hlytu að kaupa mér tvö ár til að skrifa næstu bók og allavega eina utanlandsferð. En raunin varð önnur.Takk Fyrir viku bárust fréttir af breskum bókamarkaði sem komu engum á óvart. Athugun tímaritsins The Bookseller á ritlaunum breskra höfunda leiddi í ljós að fæstir rithöfundar geta lifað af bókaskrifum. Það sem kom hins vegar mörgum á óvart var að þeim fer fækkandi. Hart hefur verið tekist á um listamannalaun í íslenskum fjölmiðlum. Umfjöllun um listamannalaun, tilgang þeirra og ráðstöfun, á fullkomlega rétt á sér, rétt eins og um önnur fjármál ríkisins: Tímum við að verja 180 milljörðum í búvörusamning eða tugum milljarða í jarðgöng? Svo virðist þó sem tilgangur listamannalaunanna gleymist gjarnan í skáldlegri fúkyrðagleðinni. Margir virðast telja að rithöfundar á listamannalaunum sitji nú með banana í eyrunum í demantsskreyttum fílabeinsturnum, belgi sig út af hægelduðum gullgæsum, stingi svo fingri ofan í kok og kasti upp til að hafa pláss fyrir meira. Svo er hins vegar ekki. Flestir sitja höfundarnir á eldhúskolli með örbylgjunúðlur í skjálfandi lúkunum og nefið ofan í uppnefnunum sem þeim eru gefin í athugasemdakerfum internetsins. Flestir eru þeir – þar með talið undirrituð – þakklátir þjóðinni fyrir tækifærið sem þeim hefur verið gefið og staðráðnir í að standa sig. Aðallega eru þeir þó að gera í buxurnar af ótta við yfirvofandi dómsuppkvaðningu um afrakstur vinnu þeirra.Fjárfesta eða ekki fjárfesta? Gamli íslenskuprófessorinn minn, Eiríkur Rögnvaldsson, varaði nýlega í Fréttablaðinu við hættunni sem íslenskunni stafar af hinum enska menningarheimi vegna „snjalltækjabyltingarinnar“. Ég þekki þetta sjálf. Þegar ég eignaðist rafbókalesara tók ég í auknum mæli að lesa bækur á ensku; þær voru ódýrar og aðgengilegar. Og þar liggur hundurinn grafinn. Ritlaunin fyrir bókina mína nægðu fyrir vöxtum af húsnæðisláninu í þrjá mánuði, þriggja mánaða skammti af örbylgjunúðlum og einum maskara. Hannes Hólmsteinn bauð mér aldrei í kaffi. Ef rithöfundar sem skrifa á ensku, þriðja algengasta móðurmáli veraldarinnar, geta ekki lifað af skrifum sínum, hvaða möguleika eigum við Íslendingar á að viðhalda tungu og menningarlífi á okkar 330.000 manna móðurmáli? Tilgangur listamannalauna er ekki að gera völdum bóhemum kleift að vinna ekki ærlegt handtak. Það eru aðeins hliðaráhrif launanna. Listamannalaun eru fjárfesting til að halda íslenskri menningu og tungu á lífi. Hvort við kærum okkur um að halda íslenskunni á lífi er svo stóra spurningin.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun