Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:26 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira