Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:50 Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Hljóta að vera kaup aldarinnar „Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn hlut í Borgun fyrir luyktum dyrum og án þess að samkeppni væri um þann eignarhlut. Kaupverðir vakti undrun og sérstaklega þegar í ljós kom síðar að hraustleg arðgreiðsla kom úr fyrirtækinu árið 2015 og berast nú fréttir af því að hagnaður muni verða sem milljörðum skiptir vegna yfirtöku Vista International á Evrópuhluta Visa,“ sagði Árni Páll á þingi í dag.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Það verður því að segjast eins og er að kaupin á hlutnum í Borgun hljóta að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Og við hljótum að spyrja þeirra spurninga hvað réði verðmati Landsbankans nú þegar þessar upplýsingar koma upp á borðið og við hljótum að krefjast alvöru rannsóknar á því með hvaða hætti staðið var að þessari sölu,“ sagði hann. Kallaði hann eftir því að málið væri tekið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum. „Fjármálaeftirlitið þarf að láta þetta til sín taka og ef á þarf að taka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.“Mikilvægt að fá á hreint Árni Páll sagði sérstaklega mikilvægt að fá þessi mál á hreint nú þegar fyrir liggur að ríkið ætli að selja ríkisbanka. „Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa skelfilega sögu af því að koma slíkum eignum í hendur aðila á markaði,“ sagði hann. „Og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að fela eignarhaldsfélagi Seðlabankans sölu á um 60 milljarða eignum og í því er gert ráð fyrir bæði að stjórn félagsins njóti ábyrgðarleysis í gerðum sínum og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna allt að einum milljarði,“ sagði hann. „Er ekki ástæða til þess að Alþingi láti þetta mál nú til sín taka af alvöru? Marki alvöru leikreglur að þessu leyti og krefji landsbankann um reikningsskil þeirrar fáránlegu ákvörðunar um sölu Borgunar í leyni árið 2014.“ Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Hljóta að vera kaup aldarinnar „Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn hlut í Borgun fyrir luyktum dyrum og án þess að samkeppni væri um þann eignarhlut. Kaupverðir vakti undrun og sérstaklega þegar í ljós kom síðar að hraustleg arðgreiðsla kom úr fyrirtækinu árið 2015 og berast nú fréttir af því að hagnaður muni verða sem milljörðum skiptir vegna yfirtöku Vista International á Evrópuhluta Visa,“ sagði Árni Páll á þingi í dag.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Það verður því að segjast eins og er að kaupin á hlutnum í Borgun hljóta að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Og við hljótum að spyrja þeirra spurninga hvað réði verðmati Landsbankans nú þegar þessar upplýsingar koma upp á borðið og við hljótum að krefjast alvöru rannsóknar á því með hvaða hætti staðið var að þessari sölu,“ sagði hann. Kallaði hann eftir því að málið væri tekið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum. „Fjármálaeftirlitið þarf að láta þetta til sín taka og ef á þarf að taka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.“Mikilvægt að fá á hreint Árni Páll sagði sérstaklega mikilvægt að fá þessi mál á hreint nú þegar fyrir liggur að ríkið ætli að selja ríkisbanka. „Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa skelfilega sögu af því að koma slíkum eignum í hendur aðila á markaði,“ sagði hann. „Og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að fela eignarhaldsfélagi Seðlabankans sölu á um 60 milljarða eignum og í því er gert ráð fyrir bæði að stjórn félagsins njóti ábyrgðarleysis í gerðum sínum og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna allt að einum milljarði,“ sagði hann. „Er ekki ástæða til þess að Alþingi láti þetta mál nú til sín taka af alvöru? Marki alvöru leikreglur að þessu leyti og krefji landsbankann um reikningsskil þeirrar fáránlegu ákvörðunar um sölu Borgunar í leyni árið 2014.“
Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira