„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 13:33 Heimsmaðurinn Atli Steinn segir dvölina á AdaM hótel hafa verið alveg einstaklega ánægjulega. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016 Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08