Gullin ský og skuggar á Myrkum Jónas Sen skrifar 3. febrúar 2016 13:45 Víkingur Heiðar Ólafsson flutti píanókonsert eftir Þórð Magnússon. Vísir/GVA Tónlist Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Rolf Wallin, Hauk Tómasson, Áskel Másson og Þórð Magnússon. Einleikarar: Melkorka Ólafsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Tónleikarnir voru hluti af Myrkum músíkdögum. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 28. janúar. Áskell Másson átti fyrsta verkið á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið. Það bar nafnið Gullský. Titillinn er innblásinn af samnefndri ritgerð Einars Benediktssonar um svokölluð Glitský sem hann sá á ferð sinni um Melrakkasléttu. Í verki sínu leitast Áskell við að skapa tónræn ský á sífelldri hreyfingu. Tónmálið er hrátt og mikið um fíngerðar nótur á efsta sviði skalans. Gullský er einleikskonsert fyrir flautu og var Melkorka Ólafsdóttir einleikarinn. Flautuparturinn var annarsheimslegur, enn meira fyrir þær sakir að tónskáldið óf hörputóna inn í hann af mikilli list. Það var falleg framvinda í músíkinni og mörg sterk augnablik. Áhrifamikið var þegar stöðugur taktur byrjaði í sellóunum. Hann skapaði magnað drama. Í það heila var djúp ljóðræna yfir öllu verkinu sem var einstaklega hrífandi. Hljómsveitarstjórn Daníels Bjarnasonar var örugg, og einleikur Melkorku var vandaður. Hann var fullur af fagurlega mótuðum blæbrigðum sem hittu beint í mark. Annar einleikskonsert var frumfluttur á tónleikunum, píanókonsert eftir Þórð Magnússon. Konsertinn var hefðbundinn. Fyrsti kaflinn var í svokölluðu sónötuformi. Annar kaflinn var hægur en sá síðasti rondó, þ.e. hringdans þar sem sama stefið var endurtekið með reglulegu millibili. Tónmálið var í nýklassískum stíl þar sem skuggarnir af Ravel, Prokofiev og Stravinskí voru ekki langt undan. Atburðarrásin í tónlistinni var eðlileg og flæðandi. Mismunandi hlutar konsertsins samsvöruðu sér prýðilega við heildina. Óneitanlega var hann vel útsettur fyrir hljómsveitina. Ólíkir hljóðfærahópar fengu allir sín hlutverk og það var sterk heildarmynd á hljómsveitarröddinni. Píanórullan var líka glæsilega skrifuð, möguleikar hljóðfærisins voru ágætlega nýttir. Víkingur Heiðar Ólafsson lék á píanóið og gerði það af fagmennsku, ýmist grípandi snerpu eða hástemmdri mýkt. Eins og áður sagði brá fyrir skuggum af gengnum tónskáldum í konsertinum. Þórður hefur greinilega sótt innblástur í smiðju gömlu meistaranna. Stundum brá fyrir frumleika, eins og t.d. í upphafinu að öðrum kaflanum, sem var áleitinn og fallega hrjúfur. En maður saknaði þess að heyra ekki meira í rödd Þórðar sjálfs. Hver er hún eiginlega? Konsertinn er frábært handverk, en maður vill eitthvað meira á svona tónleikum. Tvær aðrar tónsmíðar voru leiknar á tónleikunum. Önnur var gamalt stykki eftir Hauk Tómasson, sem kom vel út. Hin var Act eftir Rolf Wallin, sérdeilis flott verk með svo djörfum tilþrifum og ofsafengnum hápunktum að maður leitaði ósjálfrátt eftir sætisólum til að spenna sig fastan.Niðurstaða: Tveir athyglisverðir einleikskonsertar voru frumfluttir á tónleikunum og einleikararnir fóru á kostum. Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Rolf Wallin, Hauk Tómasson, Áskel Másson og Þórð Magnússon. Einleikarar: Melkorka Ólafsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Tónleikarnir voru hluti af Myrkum músíkdögum. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 28. janúar. Áskell Másson átti fyrsta verkið á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum á fimmtudagskvöldið. Það bar nafnið Gullský. Titillinn er innblásinn af samnefndri ritgerð Einars Benediktssonar um svokölluð Glitský sem hann sá á ferð sinni um Melrakkasléttu. Í verki sínu leitast Áskell við að skapa tónræn ský á sífelldri hreyfingu. Tónmálið er hrátt og mikið um fíngerðar nótur á efsta sviði skalans. Gullský er einleikskonsert fyrir flautu og var Melkorka Ólafsdóttir einleikarinn. Flautuparturinn var annarsheimslegur, enn meira fyrir þær sakir að tónskáldið óf hörputóna inn í hann af mikilli list. Það var falleg framvinda í músíkinni og mörg sterk augnablik. Áhrifamikið var þegar stöðugur taktur byrjaði í sellóunum. Hann skapaði magnað drama. Í það heila var djúp ljóðræna yfir öllu verkinu sem var einstaklega hrífandi. Hljómsveitarstjórn Daníels Bjarnasonar var örugg, og einleikur Melkorku var vandaður. Hann var fullur af fagurlega mótuðum blæbrigðum sem hittu beint í mark. Annar einleikskonsert var frumfluttur á tónleikunum, píanókonsert eftir Þórð Magnússon. Konsertinn var hefðbundinn. Fyrsti kaflinn var í svokölluðu sónötuformi. Annar kaflinn var hægur en sá síðasti rondó, þ.e. hringdans þar sem sama stefið var endurtekið með reglulegu millibili. Tónmálið var í nýklassískum stíl þar sem skuggarnir af Ravel, Prokofiev og Stravinskí voru ekki langt undan. Atburðarrásin í tónlistinni var eðlileg og flæðandi. Mismunandi hlutar konsertsins samsvöruðu sér prýðilega við heildina. Óneitanlega var hann vel útsettur fyrir hljómsveitina. Ólíkir hljóðfærahópar fengu allir sín hlutverk og það var sterk heildarmynd á hljómsveitarröddinni. Píanórullan var líka glæsilega skrifuð, möguleikar hljóðfærisins voru ágætlega nýttir. Víkingur Heiðar Ólafsson lék á píanóið og gerði það af fagmennsku, ýmist grípandi snerpu eða hástemmdri mýkt. Eins og áður sagði brá fyrir skuggum af gengnum tónskáldum í konsertinum. Þórður hefur greinilega sótt innblástur í smiðju gömlu meistaranna. Stundum brá fyrir frumleika, eins og t.d. í upphafinu að öðrum kaflanum, sem var áleitinn og fallega hrjúfur. En maður saknaði þess að heyra ekki meira í rödd Þórðar sjálfs. Hver er hún eiginlega? Konsertinn er frábært handverk, en maður vill eitthvað meira á svona tónleikum. Tvær aðrar tónsmíðar voru leiknar á tónleikunum. Önnur var gamalt stykki eftir Hauk Tómasson, sem kom vel út. Hin var Act eftir Rolf Wallin, sérdeilis flott verk með svo djörfum tilþrifum og ofsafengnum hápunktum að maður leitaði ósjálfrátt eftir sætisólum til að spenna sig fastan.Niðurstaða: Tveir athyglisverðir einleikskonsertar voru frumfluttir á tónleikunum og einleikararnir fóru á kostum.
Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira