Enn ein 5 milljón bíla innköllun vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 14:07 Sprunginn öryggispúði. Á síðasta ári voru 19 milljón bílar innkallaðir í Bandaríkjunum einum sem voru með gallaða Takata öryggispúða og þótti mörgum nóg um. Nú hefur bæst við 5 milljón bíla innköllun þar vegna þessara sömu öryggispúða. Þessi innköllun nú kemur í kjölfar dauða ökumanns á Ford Ranger bíl er lést er öryggispúði sprakk framan í hann. Þetta dauðsfall er það níunda í Bandaríkjunum af völdum Takata öryggispúða og það fyrsta sem ekki á sér stað í Honda bíl. Því eru innkallanirnar orðnar 24 milljónir vegna Takata öryggispúða og gæti enn fjölgað. Innköllunin nú nær yfir bíla frá Ford, Volkswagen, Audi og Mercedes Benz. Fyrir þetta dauðaslys hafði rannsókn á öryggispúðum í 1.900 Ford Ranger bílum ekki leitt neitt athugavert í ljós, en annað kom á daginn. Takata hefur þegar verið sektað um 26 milljarða króna vegna gallanna. Aðeins hefur verið gert við um 27% þeirra bíla sem innkallaðir hafa verið og eru með Takata öryggispúðum og því má allt eins búast við fleri dauðsföllum af þeirra völdum á næstu árum. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent
Á síðasta ári voru 19 milljón bílar innkallaðir í Bandaríkjunum einum sem voru með gallaða Takata öryggispúða og þótti mörgum nóg um. Nú hefur bæst við 5 milljón bíla innköllun þar vegna þessara sömu öryggispúða. Þessi innköllun nú kemur í kjölfar dauða ökumanns á Ford Ranger bíl er lést er öryggispúði sprakk framan í hann. Þetta dauðsfall er það níunda í Bandaríkjunum af völdum Takata öryggispúða og það fyrsta sem ekki á sér stað í Honda bíl. Því eru innkallanirnar orðnar 24 milljónir vegna Takata öryggispúða og gæti enn fjölgað. Innköllunin nú nær yfir bíla frá Ford, Volkswagen, Audi og Mercedes Benz. Fyrir þetta dauðaslys hafði rannsókn á öryggispúðum í 1.900 Ford Ranger bílum ekki leitt neitt athugavert í ljós, en annað kom á daginn. Takata hefur þegar verið sektað um 26 milljarða króna vegna gallanna. Aðeins hefur verið gert við um 27% þeirra bíla sem innkallaðir hafa verið og eru með Takata öryggispúðum og því má allt eins búast við fleri dauðsföllum af þeirra völdum á næstu árum.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent