Bresk kona dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ganga til liðs við ISIS Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2016 15:48 Tareena Shakil. Vísir/AFP Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt 26 ára breska konu í sex ára fangelsi fyrir að hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS, hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum og verið reiðubúin að gera ungum syni sínum að vígamanni ISIS. Tareena Shakil sagði fyrir dómi að hún hafi ferðast til helsta vígis ISIS, Raqqa, og gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Hún hafi hins vegar flúið aftur til Bretlands þegar hún hafði gert sér grein fyrir að hún hafi gert skelfileg mistök.Í frétt Guardian um málið kemur fram að dómarinn hafi sett mikinn fyrirvara við frásögn Shakil af framvindu mála. „Þú laugst og laugst bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi,“ sagði dómarinn.Ferðaðist með ungan son sinnDómarinn sagði það hafa stuðað sig sérstaklega að hún hafi ferðast með barn sitt til Sýrlands og heimila myndatökur af honum með merki ISIS og hríðskotabyssu. Shakil fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa gengið til liðs við ISIS og tvö ár til viðbótar fyrir að hafa hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum. Shakil varð róttæk í skoðunum sínum eftir að hafa lesið áróðursefni á netinu og ferðaðist svo um Tyrkland til Sýrlands í október 2014. Hún hafði þá greint vinum og vandamönnum frá því að hún væri á leið á sólarströnd í útlöndum.Lýsti ótrúlegum flóttaShakil varði rúmum tveimur mánuðum í glæsihúsi í Raqqa þar sem hún beið þess að ganga að eiga vígamann ISIS. Á meðan á dvöl hennar stóð dreifði hún ISIS-áróðri á samfélagsmiðlum. Hún yfirgaf svo Sýrland í janúar á síðasta ári og hélt aftur til Bretlands mánuði síðar. Greindi hún lögreglu frá því að henni hafi verið rænt. Í vitnastúkunni sagði hún frá tíma sínum í Raqqa og lýsti ótrúlegum flótta sínum. Dómarinn tók frásögn hennar ekki trúanlega. Shakil kemur frá Burton-upon-Trent en bjó í Birmingham áður en hún hélt til Sýrlands. Talið er að hún sé ein af um sextíu breskum konum sem hafi yfirgefið landið og gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt 26 ára breska konu í sex ára fangelsi fyrir að hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS, hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum og verið reiðubúin að gera ungum syni sínum að vígamanni ISIS. Tareena Shakil sagði fyrir dómi að hún hafi ferðast til helsta vígis ISIS, Raqqa, og gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Hún hafi hins vegar flúið aftur til Bretlands þegar hún hafði gert sér grein fyrir að hún hafi gert skelfileg mistök.Í frétt Guardian um málið kemur fram að dómarinn hafi sett mikinn fyrirvara við frásögn Shakil af framvindu mála. „Þú laugst og laugst bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi,“ sagði dómarinn.Ferðaðist með ungan son sinnDómarinn sagði það hafa stuðað sig sérstaklega að hún hafi ferðast með barn sitt til Sýrlands og heimila myndatökur af honum með merki ISIS og hríðskotabyssu. Shakil fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa gengið til liðs við ISIS og tvö ár til viðbótar fyrir að hafa hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum. Shakil varð róttæk í skoðunum sínum eftir að hafa lesið áróðursefni á netinu og ferðaðist svo um Tyrkland til Sýrlands í október 2014. Hún hafði þá greint vinum og vandamönnum frá því að hún væri á leið á sólarströnd í útlöndum.Lýsti ótrúlegum flóttaShakil varði rúmum tveimur mánuðum í glæsihúsi í Raqqa þar sem hún beið þess að ganga að eiga vígamann ISIS. Á meðan á dvöl hennar stóð dreifði hún ISIS-áróðri á samfélagsmiðlum. Hún yfirgaf svo Sýrland í janúar á síðasta ári og hélt aftur til Bretlands mánuði síðar. Greindi hún lögreglu frá því að henni hafi verið rænt. Í vitnastúkunni sagði hún frá tíma sínum í Raqqa og lýsti ótrúlegum flótta sínum. Dómarinn tók frásögn hennar ekki trúanlega. Shakil kemur frá Burton-upon-Trent en bjó í Birmingham áður en hún hélt til Sýrlands. Talið er að hún sé ein af um sextíu breskum konum sem hafi yfirgefið landið og gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira