Einar ræddi Borgunarmálið ekki við Bjarna frænda sinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Einar Sveinsson, einn fjárfestanna sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum, og Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra Vísir Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. Samkomulag um kaupin á 31,2 prósenta hlut Eignarhaldsfélagsins Borgunar í Borgun voru undirrituð í nóvember 2014. Kaupverðið var um 2,2 milljarðar en verðmæti hlutarins er í dag talið mun meira. Einar á hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun í gegnum félagið P 126 ehf. Það var Landsbankinn sem seldi hlutinn í Borgun. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur talað um að skoðað yrði hvort forsendur væru til þess að rifta sölunni. Einar vill ekki tjá sig um þau ummæli bankastjórans. „Ég læt ekki blanda mér í þá umræðu.“ Einar segist ekki heldur geta svarað þeirri spurningu hvort hann myndi grípa til varna ef Landsbankinn tæki ákvörðun um að höfða riftunarmál. „Ef og hefði, ég get ekki svarað svona.“ Það hefur vakið tortryggni að Einar og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru frændur. En Einar segist ekki hafa látið frænda sinn vita af því að hann hygðist taka þátt í þessum viðskiptum. „Nei, ég hef aldrei rætt þetta mál við hann,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki hafa haft áhyggjur af því að skyldleiki sinn við Bjarna Benediktsson yrði til þess að gera málið tortryggilegt. „Nei, það hvarflaði ekki að mér.“Borgunarmálið hvílir þungt á Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans.Vísir/VilhelmEinar segist hafa frétt af því að hluturinn í Borgun væri til sölu í nóvember 2014. Það er í sama mánuði og gengið var frá viðskiptunum. „Þá var ég spurður að því hvort ég hefði áhuga á að koma inn í þennan fjárfestahóp. Á þeim tíma þá liggur fyrir samningur um kaup á þessum bréfum. Eina aðkoma mín er sú að mér er sýndur þessi samningur, þau kjör sem í honum felast, kaupverð og dagsetningar,“ segir Einar. Hann segir að auk sín hafi fleiri verið spurðir að því hvort þeir hefðu áhuga á að koma að þessum viðskiptum. „Eftir umhugsun þá ákvað ég að taka þátt í þessu. Ég veit að einhverjir sem komu að þessu á þessum tíma afþökkuðu,“ segir Einar, en bætir því við að hann geti ekki greint frá því hvaða aðilar það voru. Það var Magnús Magnússon sem bauð Einari að koma að kaupunum, en Magnús hefur verið í forsvari fyrir Eignarhaldsfélagið Borgun. Borgunarmálið Tengdar fréttir Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á. 17. febrúar 2016 07:00 Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30 Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10 Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13 Engar forsendur fyrir riftunarmáli Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. 16. febrúar 2016 18:30 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Fjárfestirinn Einar Sveinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann sé tilbúinn að rifta samningnum um kaup sín á hlut í fyrirtækinu Borgun. Samkomulag um kaupin á 31,2 prósenta hlut Eignarhaldsfélagsins Borgunar í Borgun voru undirrituð í nóvember 2014. Kaupverðið var um 2,2 milljarðar en verðmæti hlutarins er í dag talið mun meira. Einar á hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun í gegnum félagið P 126 ehf. Það var Landsbankinn sem seldi hlutinn í Borgun. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur talað um að skoðað yrði hvort forsendur væru til þess að rifta sölunni. Einar vill ekki tjá sig um þau ummæli bankastjórans. „Ég læt ekki blanda mér í þá umræðu.“ Einar segist ekki heldur geta svarað þeirri spurningu hvort hann myndi grípa til varna ef Landsbankinn tæki ákvörðun um að höfða riftunarmál. „Ef og hefði, ég get ekki svarað svona.“ Það hefur vakið tortryggni að Einar og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eru frændur. En Einar segist ekki hafa látið frænda sinn vita af því að hann hygðist taka þátt í þessum viðskiptum. „Nei, ég hef aldrei rætt þetta mál við hann,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki hafa haft áhyggjur af því að skyldleiki sinn við Bjarna Benediktsson yrði til þess að gera málið tortryggilegt. „Nei, það hvarflaði ekki að mér.“Borgunarmálið hvílir þungt á Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans.Vísir/VilhelmEinar segist hafa frétt af því að hluturinn í Borgun væri til sölu í nóvember 2014. Það er í sama mánuði og gengið var frá viðskiptunum. „Þá var ég spurður að því hvort ég hefði áhuga á að koma inn í þennan fjárfestahóp. Á þeim tíma þá liggur fyrir samningur um kaup á þessum bréfum. Eina aðkoma mín er sú að mér er sýndur þessi samningur, þau kjör sem í honum felast, kaupverð og dagsetningar,“ segir Einar. Hann segir að auk sín hafi fleiri verið spurðir að því hvort þeir hefðu áhuga á að koma að þessum viðskiptum. „Eftir umhugsun þá ákvað ég að taka þátt í þessu. Ég veit að einhverjir sem komu að þessu á þessum tíma afþökkuðu,“ segir Einar, en bætir því við að hann geti ekki greint frá því hvaða aðilar það voru. Það var Magnús Magnússon sem bauð Einari að koma að kaupunum, en Magnús hefur verið í forsvari fyrir Eignarhaldsfélagið Borgun.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á. 17. febrúar 2016 07:00 Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30 Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10 Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13 Engar forsendur fyrir riftunarmáli Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. 16. febrúar 2016 18:30 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Forstjóri Borgunar segir starfsmenn Borgunar hafi selt hlut sinn í fyrirtækinu á allt of lágu verði í sumar. Verðið var helmingi hærra en Landsbankinn seldi þeim á. 17. febrúar 2016 07:00
Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Vísir fer yfir eitt umdeildasta málið í íslensku samfélagi í dag frá upphafi. 17. febrúar 2016 11:30
Segja Steinþór fara ítrekað fram „með dylgjur og óbeinar ásakanir“ Stjórn Borgunar segir allt tal um blekkingar vera algerlega fráleitt. 15. febrúar 2016 22:10
Milljarðabónusgreiðslur og Borgunarmálið: „Erum að fara aftur til fyrirhrunsáranna“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, ræddi um Borgunarmálið og bónusgreiðslur á þingi í morgun. 16. febrúar 2016 15:13
Engar forsendur fyrir riftunarmáli Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. 16. febrúar 2016 18:30