Geta loksins byrjað nýtt líf Una Sighvatsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 20:00 Framtíðin er björt hjá sýrlenskri flóttafjölskyldu sem í dag var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir 8 mánaða bið upp á von og óvon. Hjónin eru komin með vilyrði fyrir vinnu og eiga von á sínu þriðja barni. Stöð tvö hitti þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahas síðast í desember þegar Útlendingastofnun var afhent tæplega 5000 undirskriftir við beiðni um að mál fjölskyldunnar fengi efnislega meðferð. Þeim hafði verið tilkynnt að þau yrðu send aftur til Grikklands, þar sem þau bjuggu á götunni um tíma eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi.Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri leysti fjölskylduna út með blómum og hamingjuóskum í lok skóladagsins í dag. Stelpurnar hafa verið á leikskólanum síðan í október og líkar vel.Fagnað á leikskólanum Í dag fékk fjölskyldan hinsvegar dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Gleðin var allsráðandi þegar hjónin sóttu dætur sínar á leikskólann í dag, líka hjá starfsfólkinu, sem afhenti þeim blómvönd skreyttan íslenska fánanum í tilefni dagsins. Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri segir að telpurnar tvær, þær Jouli og Jana, hafi notið sín vel á leikskólanum, eignast vini og séu mjög opnar fyrir því að læra íslensku. „Við erum búnar að hafa þær hérna síðan í október og þetta var bara gleðistund. Fyrir alla,“ segir Elín.Þegar Wael Aliyadah fylgdi dætrum sínum á leikskólann í morgun vissi hann ekki að þegar hann sækti þær aftur síðdegis yrðu þau búin að fá dvalarleyfi á Íslandi.Mannúðarsjónarmið þurfa að vera rík Wael segist ekki hafa vitað á hverju var von í morgun. „Ég vakna snemma alla daga til að fara með dætur mínar í leikskólann klukkan átta. Og konan mín hringdi í mig og sagði mér að lögmaðurinn okkar hefði haft samband frá Rauða krossinum. Konan mín var hrædd um að nú fengjum við slæm tíðindi en ég sagði að það gæti ekki verið. Nú erum við svo hamingjusöm, því undanfarna mánuði höfum við beðið þess að verða send burt frá Íslandi. Við vorum hrædd." Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er aðeins veitt í undantekningartilvikum þegar umsókn um hæli hefur verið synjað, ef rík ástæða þykir til vegna félagslegra aðstæðna. Wael og Feryal eru hamingjusöm á Íslandi en þeim hefur þótt erfitt að þurfa að sitja aðgerðarlaus í allan vetur.Telja sig nú nógu örugg til að eignast annað barn Nú segjast þau loksins geta byrjað nýtt líf. Wael fékk hjálp íslenskrar fjölskyldu við að sækja um vinnu og segist þegar hafa fengið starf, þar sem hann geti byrjað um leið og þeim hafi verið úthlutað kennitölu. Og það eru ekki einu gleðitíðindin, því hjónin eiga nú von á sínu þriðja barni. „Áður, á meðan við vorum í Sýrlandi, kom það ekki til greina en núna getum við leyft okkur að eignst þriðja barnið. Við elskum börn," segir Wael. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum Sýrlensku hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldadash og dætur þeirra tvær, Jana og Joula, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. 16. febrúar 2016 10:45 Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00 Hátt í 5000 manns skoruðu á Útlendingastofnun Það væri ómannúðlegt af íslenska ríkinu að senda sýrlenska flóttafjölskyldu í bágar aðstæður á Grikklandi, segir prestur innflytjenda. Útlendingastofnun var í dag afhent áskorun um að taka málið til efnislegrar meðferðar. 22. desember 2015 19:45 Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00 Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00 „Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Framtíðin er björt hjá sýrlenskri flóttafjölskyldu sem í dag var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir 8 mánaða bið upp á von og óvon. Hjónin eru komin með vilyrði fyrir vinnu og eiga von á sínu þriðja barni. Stöð tvö hitti þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahas síðast í desember þegar Útlendingastofnun var afhent tæplega 5000 undirskriftir við beiðni um að mál fjölskyldunnar fengi efnislega meðferð. Þeim hafði verið tilkynnt að þau yrðu send aftur til Grikklands, þar sem þau bjuggu á götunni um tíma eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi.Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri leysti fjölskylduna út með blómum og hamingjuóskum í lok skóladagsins í dag. Stelpurnar hafa verið á leikskólanum síðan í október og líkar vel.Fagnað á leikskólanum Í dag fékk fjölskyldan hinsvegar dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Gleðin var allsráðandi þegar hjónin sóttu dætur sínar á leikskólann í dag, líka hjá starfsfólkinu, sem afhenti þeim blómvönd skreyttan íslenska fánanum í tilefni dagsins. Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri segir að telpurnar tvær, þær Jouli og Jana, hafi notið sín vel á leikskólanum, eignast vini og séu mjög opnar fyrir því að læra íslensku. „Við erum búnar að hafa þær hérna síðan í október og þetta var bara gleðistund. Fyrir alla,“ segir Elín.Þegar Wael Aliyadah fylgdi dætrum sínum á leikskólann í morgun vissi hann ekki að þegar hann sækti þær aftur síðdegis yrðu þau búin að fá dvalarleyfi á Íslandi.Mannúðarsjónarmið þurfa að vera rík Wael segist ekki hafa vitað á hverju var von í morgun. „Ég vakna snemma alla daga til að fara með dætur mínar í leikskólann klukkan átta. Og konan mín hringdi í mig og sagði mér að lögmaðurinn okkar hefði haft samband frá Rauða krossinum. Konan mín var hrædd um að nú fengjum við slæm tíðindi en ég sagði að það gæti ekki verið. Nú erum við svo hamingjusöm, því undanfarna mánuði höfum við beðið þess að verða send burt frá Íslandi. Við vorum hrædd." Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er aðeins veitt í undantekningartilvikum þegar umsókn um hæli hefur verið synjað, ef rík ástæða þykir til vegna félagslegra aðstæðna. Wael og Feryal eru hamingjusöm á Íslandi en þeim hefur þótt erfitt að þurfa að sitja aðgerðarlaus í allan vetur.Telja sig nú nógu örugg til að eignast annað barn Nú segjast þau loksins geta byrjað nýtt líf. Wael fékk hjálp íslenskrar fjölskyldu við að sækja um vinnu og segist þegar hafa fengið starf, þar sem hann geti byrjað um leið og þeim hafi verið úthlutað kennitölu. Og það eru ekki einu gleðitíðindin, því hjónin eiga nú von á sínu þriðja barni. „Áður, á meðan við vorum í Sýrlandi, kom það ekki til greina en núna getum við leyft okkur að eignst þriðja barnið. Við elskum börn," segir Wael.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum Sýrlensku hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldadash og dætur þeirra tvær, Jana og Joula, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. 16. febrúar 2016 10:45 Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00 Hátt í 5000 manns skoruðu á Útlendingastofnun Það væri ómannúðlegt af íslenska ríkinu að senda sýrlenska flóttafjölskyldu í bágar aðstæður á Grikklandi, segir prestur innflytjenda. Útlendingastofnun var í dag afhent áskorun um að taka málið til efnislegrar meðferðar. 22. desember 2015 19:45 Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00 Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00 „Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15
Fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum Sýrlensku hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldadash og dætur þeirra tvær, Jana og Joula, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. 16. febrúar 2016 10:45
Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00
Hátt í 5000 manns skoruðu á Útlendingastofnun Það væri ómannúðlegt af íslenska ríkinu að senda sýrlenska flóttafjölskyldu í bágar aðstæður á Grikklandi, segir prestur innflytjenda. Útlendingastofnun var í dag afhent áskorun um að taka málið til efnislegrar meðferðar. 22. desember 2015 19:45
Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00
Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00
„Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00