Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 13:21 Álverið í Straumsvík. VÍSIR/VILHELM Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi og tilheyra flutningasveit og starfa á hafnar-og vinnusvæði fyrirtækisins við útskipun á áli hafa samþykkt ótímabundna en takmarkaða vinnustöðvun sem hefst á miðnætti þann 24. febrúar næstkomandi. Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en í henni segir að vinnustöðvunin feli það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. Ótímabundið útflutningsbann á áli mun því að óbreyttu hefjast í byrjun dags þann 24. febrúar. Tilkynningu Hlífar má sjá í heild sinni hér að neðan:Verkalýðsfélagið Hlíf hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar á aðalkjarasamningi milli Rio Tinto Alcan/Samtaka atvinnulífsins og Vlf. Hlífar og annarra hlutaðeigandi verkalýðsfélaga en samningur aðila rann út skv. efni sínu þann 31. desember 2014. Viðræður um framlagðar kröfur reyndust árangurslausar og þann 15. apríl 2015 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Þann 29. apríl 2015 var lýst yfir árangursleysi viðræðna þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.Samninganefnd verkalýðsfélaganna ákvað þann 9. febrúar 2016 að leita heimildar til undirbúnings og boðunar vinnustöðvunar hjá Rio Tinto Alcan. Í framhaldi af því var tillaga samninganefndar um ótímabundna en takmarkaða vinnustöðvun þeirra félagsmanna Vlf. Hlífar er tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar og vinnusvæði fyrirtækisins við útskipun á áli. Felur vinnustöðvunin í sér að engu áli verði skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn, þ.e. ótímabundið útskipunarbann á áli frá byrjun dags (kl. 00:00) 24. febrúar 2016. Vinnustöðvunin var samþykkt af hlutaðeigandi félagsmönnum Vlf. Hlífar.Ótímabundið útflutningsbann á áli mun því að óbreyttu hefjast í byrjun dags þann 24. febrúar n.k. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“ Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. 8. febrúar 2016 11:14 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Milljarða dollara niðurskurður hjá Rio Tinto: Leita áfram leiða til að lækka kostnað í Straumsvík Niðurskurður og tap kemur ekki í veg fyrir milljarða arðgreiðslur til eigenda Rio Tinto samsteypunnar. 12. febrúar 2016 11:30 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi og tilheyra flutningasveit og starfa á hafnar-og vinnusvæði fyrirtækisins við útskipun á áli hafa samþykkt ótímabundna en takmarkaða vinnustöðvun sem hefst á miðnætti þann 24. febrúar næstkomandi. Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en í henni segir að vinnustöðvunin feli það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. Ótímabundið útflutningsbann á áli mun því að óbreyttu hefjast í byrjun dags þann 24. febrúar. Tilkynningu Hlífar má sjá í heild sinni hér að neðan:Verkalýðsfélagið Hlíf hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar á aðalkjarasamningi milli Rio Tinto Alcan/Samtaka atvinnulífsins og Vlf. Hlífar og annarra hlutaðeigandi verkalýðsfélaga en samningur aðila rann út skv. efni sínu þann 31. desember 2014. Viðræður um framlagðar kröfur reyndust árangurslausar og þann 15. apríl 2015 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Þann 29. apríl 2015 var lýst yfir árangursleysi viðræðna þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.Samninganefnd verkalýðsfélaganna ákvað þann 9. febrúar 2016 að leita heimildar til undirbúnings og boðunar vinnustöðvunar hjá Rio Tinto Alcan. Í framhaldi af því var tillaga samninganefndar um ótímabundna en takmarkaða vinnustöðvun þeirra félagsmanna Vlf. Hlífar er tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar og vinnusvæði fyrirtækisins við útskipun á áli. Felur vinnustöðvunin í sér að engu áli verði skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn, þ.e. ótímabundið útskipunarbann á áli frá byrjun dags (kl. 00:00) 24. febrúar 2016. Vinnustöðvunin var samþykkt af hlutaðeigandi félagsmönnum Vlf. Hlífar.Ótímabundið útflutningsbann á áli mun því að óbreyttu hefjast í byrjun dags þann 24. febrúar n.k.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“ Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. 8. febrúar 2016 11:14 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Milljarða dollara niðurskurður hjá Rio Tinto: Leita áfram leiða til að lækka kostnað í Straumsvík Niðurskurður og tap kemur ekki í veg fyrir milljarða arðgreiðslur til eigenda Rio Tinto samsteypunnar. 12. febrúar 2016 11:30 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“ Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. 8. febrúar 2016 11:14
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Milljarða dollara niðurskurður hjá Rio Tinto: Leita áfram leiða til að lækka kostnað í Straumsvík Niðurskurður og tap kemur ekki í veg fyrir milljarða arðgreiðslur til eigenda Rio Tinto samsteypunnar. 12. febrúar 2016 11:30
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17