Baldur ætlar ekki fram Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2016 12:30 Baldur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gefur forsetaframboð alfarið frá sér. „Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni.Tilefnið er frétt Vísis þar sem segir af Gallupkönnun en niðurstöður eru þær að meirihluti aðspurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, verði næsta forsetapar Íslands.Mikilvæg mannréttindabarátta En, þó fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að Baldur fari fram verður ekki svo að sinni. Baldur segir í samtali við Vísi ekki hafa verið vinnufriður eftir að fréttin birtist. En, svo áfram sé vitnað í yfirlýsinguna þá segir: „Í dag vill svo skemmtilega til að 20 ár eru síðan að við hittumst fyrst. Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum,“ skrifar Baldur og bætir því við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996. „Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. – Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins.“Margir kallaðir Víst er að mörgum þótti vert að máta þá Baldur og Felix við Bessastaði. Baráttan um Bessastaði er rétt að hefjast en þeir sem hafa gefið sig fram og ætla í forsetaslag í sumar eru Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson og Elísabet Jökulsdóttir -- eftir því sem næst verður komist. Þau sem sterklega hafa verið orðuð við framboð eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson, Linda Pétursdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Sirrý Arnardóttir, Halla Tómasdóttir og Björg Thorarensen. Baldur er nú að heltast úr þeirri lest; fólks sem orðað er við framboð.Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni...Posted by Baldur Thorhallsson on 15. febrúar 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
„Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni.Tilefnið er frétt Vísis þar sem segir af Gallupkönnun en niðurstöður eru þær að meirihluti aðspurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, verði næsta forsetapar Íslands.Mikilvæg mannréttindabarátta En, þó fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að Baldur fari fram verður ekki svo að sinni. Baldur segir í samtali við Vísi ekki hafa verið vinnufriður eftir að fréttin birtist. En, svo áfram sé vitnað í yfirlýsinguna þá segir: „Í dag vill svo skemmtilega til að 20 ár eru síðan að við hittumst fyrst. Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum,“ skrifar Baldur og bætir því við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996. „Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. – Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins.“Margir kallaðir Víst er að mörgum þótti vert að máta þá Baldur og Felix við Bessastaði. Baráttan um Bessastaði er rétt að hefjast en þeir sem hafa gefið sig fram og ætla í forsetaslag í sumar eru Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson og Elísabet Jökulsdóttir -- eftir því sem næst verður komist. Þau sem sterklega hafa verið orðuð við framboð eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson, Linda Pétursdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Sirrý Arnardóttir, Halla Tómasdóttir og Björg Thorarensen. Baldur er nú að heltast úr þeirri lest; fólks sem orðað er við framboð.Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni...Posted by Baldur Thorhallsson on 15. febrúar 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira