Fjórflokkurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. febrúar 2016 07:00 Í stjórnmálum snýst baráttan ekki síst um að segja söguna, vera ötull framleiðandi á umræðuefnum – vera frummælandi í þeirri sístreymandi frásögn sem gegnsýrir samfélagið. Og umfram allt: ekki láta öðrum eftir að segja sína sögu. Við sjáum það til dæmis nú í miðju Borgunarhneykslinu, hvernig Vigdís Hauksdóttir stritar við að búa til illskiljanlegt hneykslismál úr gömlum prentvillum í lokuðum herbergjum þar sem við sögu kemur starfslið stjórnarráðsins í umfangsmiklu samsæri að mati málshefjanda, svo að athygli okkar beinist frá klíkuræðinu sem virðist orðið allsráðandi og óviðráðanlegt kringum núverandi stjórnvöld með afleiðingum sem við sjáum öll fyrir.Krækt í Svarta-Pétur Í síðustu viku heyrði ég stjórnmálamann sem starfað hefur að minnsta kosti frá níunda áratug síðustu aldar tala um að hugmyndin um klíkuræði væri „gamaldags stjórnmál“, rétt eins og viðkomandi stæði einmitt fyrir nýstárleg stjórnmál; annan stjórnmálamann frá liðinni öld heyrði ég tala af innlifun um unga fólkið og vilja þess – eins og alveg sérstakur málsvari þess. Þetta er ágætt fólk, en óneitanlega hálf öskudagslegt svona í hálfvelgjulegri píratamúnderingu. Sigmundur Davíð hefur þó lært það af Davíð Oddssyni að vera yfirleitt sjálfur málshefjandi í eigin umræðuefnum, sem stundum eru nokkuð vel til fundin eins og þegar hann gerist áhugamaður um löngu tímabæra rómantíska húsagerðarlist. Eina skiptið sem hann flaskaði á þessu var þegar hann tók að þrátta við Kára Stefánsson með hroðalegum afleiðingum fyrir hann, þó að Kári sæist reyndar ekki fyrir og væri áður en lauk kominn í slíkan ham að hann hætti ekki fyrr en hann var búinn að höggva sjálfur af sér fótinn. Það sem hrífur fólk við stjórnmálamann eins og Bernie Sanders er hvernig hann ríkir yfir eigin frásögn; hvernig hann kemur fram sem hann sjálfur, en ekki minnispunktamaskína, eins og Marco Rubio gerði svo eftirminnilega í kappræðum fyrir síðustu forkosningar þegar hann romsaði upp úr sér að minnsta kosti fjórum sinnum bragðdaufri og orðréttri þulu um að Obama vissi hvað hann væri að gera. Sem var meira en sagt varð um Rubio garminn: Sanders er hins vegar frummælandi og talar þess vegna beint til fólks; maður við mann. Að vera frummælandinn. Og um leið vera sinn eigin formælandi. Margt hefur illa lánast hjá Samfylkingunni eins og Árni Páll formaður flokksins rakti af ískaldri nákvæmni á dögunum í frægu bréfi, sem kannski hefði mátt birtast svo sem ári fyrr – en ætli það sé ekki síst þetta: hvernig samfylkingarfólk hefur látið sér vel líka að láta öðrum eftir að ríkja yfir frásögninni af flokknum og því sem hann gerir. Það sést til dæmis á því hvernig flokknum hefur tekist að láta stjórnarskrármálið snúast gegn sér: Þetta var mál Samfylkingarinnar í upphafi, sérstakt hjartansmál Jóhönnu, flokkurinn kom því af stað af miklum metnaði, en linnti ekki látum fyrr en honum tókst að fá Svarta-Pétur í málinu og rígheldur svo í hann og neitar að láta hann af hendi hvað sem það kostar.Samirassisminn Stundum er eins og engum þyki vænt um Samfylkinguna. Flokkurinn virðist ekki eiga sér neina formælendur. Bara fólk sem formælir honum. Samfylkingin er fórnarlamb fjórflokkalögmálsins íslenska, sem er vel að merkja ekki það sem Vilmundur hélt fram hér í gamla daga – að fjórflokkurinn væri Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag: það var fremur kænleg leið til að koma því inn hjá kjósendum að Bandalag jafnaðarmanna, þessi klofningsflokkur hans úr Alþýðuflokknum, væri þar með til hliðar við flokkakerfið; vettvangur fólksins. Síðan hafa allir nýir flokkar gert þetta tilkall – að vera valkostur við „fjórflokkinn“. En fallist maður á þá hugtakanotkun skrifar maður um leið undir samarassismann; þá hugmynd að enginn munur sé á vinstri og hægri; sami rassinn (ég játa að ég hef aldrei alveg skilið þessa líkingu) sé undir „þeim öllum“ rétt eins og þingmenn séu eitthvað allt annað fólk en við kjósendur sendum þangað inn á fjögurra ára fresti og komi okkur ekkert við. Þar með hætta stjórnmál að snúast um átök hugmynda og ólík sjónarmið um skiptingu gæða, almenn lög, rétt og rangt og fyrirkomulag almannaþjónustu, sem hægri menn telja að eigi að vera í höndum einkafyrirtækja með gróða að markmiði, en vinstri menn vilja að sé bæði greitt fyrir úr almannasjóðum og starfrækt á almannagrundvelli. Smám saman hefur orðið til annar fjórflokkur en sá sem Vilmundur átti við. Hægra megin eru tveir flokkar, annar stórt bandalag um völd og áhrif og aðgang að gæðum, hinn fámennara bandalag en ekki síður harðsnúið. Vinstra megin eru hins vegar alltaf fjórir flokkar. Stofnun Samfylkingarinnar var tilraun til að sameina þessa fjóra flokka sem þá voru vinstra megin: A-flokkana, Kvennalistann og Þjóðvaka. Það tókst ekki betur en svo, að nú hafa íslenskir jafnaðarmenn val um að kjósa SF, VG, BF og Pírata, sem að vísu skilgreina sig sjálfir ekki endilega sem vinstri – eða hægri – flokk, en óánægðir kjósendur SF telja samt raunhæfan valkost. Stundum finnst manni eins og vinstri menn hafi ekkert sameiningartákn annað en Svarta-Pétur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Í stjórnmálum snýst baráttan ekki síst um að segja söguna, vera ötull framleiðandi á umræðuefnum – vera frummælandi í þeirri sístreymandi frásögn sem gegnsýrir samfélagið. Og umfram allt: ekki láta öðrum eftir að segja sína sögu. Við sjáum það til dæmis nú í miðju Borgunarhneykslinu, hvernig Vigdís Hauksdóttir stritar við að búa til illskiljanlegt hneykslismál úr gömlum prentvillum í lokuðum herbergjum þar sem við sögu kemur starfslið stjórnarráðsins í umfangsmiklu samsæri að mati málshefjanda, svo að athygli okkar beinist frá klíkuræðinu sem virðist orðið allsráðandi og óviðráðanlegt kringum núverandi stjórnvöld með afleiðingum sem við sjáum öll fyrir.Krækt í Svarta-Pétur Í síðustu viku heyrði ég stjórnmálamann sem starfað hefur að minnsta kosti frá níunda áratug síðustu aldar tala um að hugmyndin um klíkuræði væri „gamaldags stjórnmál“, rétt eins og viðkomandi stæði einmitt fyrir nýstárleg stjórnmál; annan stjórnmálamann frá liðinni öld heyrði ég tala af innlifun um unga fólkið og vilja þess – eins og alveg sérstakur málsvari þess. Þetta er ágætt fólk, en óneitanlega hálf öskudagslegt svona í hálfvelgjulegri píratamúnderingu. Sigmundur Davíð hefur þó lært það af Davíð Oddssyni að vera yfirleitt sjálfur málshefjandi í eigin umræðuefnum, sem stundum eru nokkuð vel til fundin eins og þegar hann gerist áhugamaður um löngu tímabæra rómantíska húsagerðarlist. Eina skiptið sem hann flaskaði á þessu var þegar hann tók að þrátta við Kára Stefánsson með hroðalegum afleiðingum fyrir hann, þó að Kári sæist reyndar ekki fyrir og væri áður en lauk kominn í slíkan ham að hann hætti ekki fyrr en hann var búinn að höggva sjálfur af sér fótinn. Það sem hrífur fólk við stjórnmálamann eins og Bernie Sanders er hvernig hann ríkir yfir eigin frásögn; hvernig hann kemur fram sem hann sjálfur, en ekki minnispunktamaskína, eins og Marco Rubio gerði svo eftirminnilega í kappræðum fyrir síðustu forkosningar þegar hann romsaði upp úr sér að minnsta kosti fjórum sinnum bragðdaufri og orðréttri þulu um að Obama vissi hvað hann væri að gera. Sem var meira en sagt varð um Rubio garminn: Sanders er hins vegar frummælandi og talar þess vegna beint til fólks; maður við mann. Að vera frummælandinn. Og um leið vera sinn eigin formælandi. Margt hefur illa lánast hjá Samfylkingunni eins og Árni Páll formaður flokksins rakti af ískaldri nákvæmni á dögunum í frægu bréfi, sem kannski hefði mátt birtast svo sem ári fyrr – en ætli það sé ekki síst þetta: hvernig samfylkingarfólk hefur látið sér vel líka að láta öðrum eftir að ríkja yfir frásögninni af flokknum og því sem hann gerir. Það sést til dæmis á því hvernig flokknum hefur tekist að láta stjórnarskrármálið snúast gegn sér: Þetta var mál Samfylkingarinnar í upphafi, sérstakt hjartansmál Jóhönnu, flokkurinn kom því af stað af miklum metnaði, en linnti ekki látum fyrr en honum tókst að fá Svarta-Pétur í málinu og rígheldur svo í hann og neitar að láta hann af hendi hvað sem það kostar.Samirassisminn Stundum er eins og engum þyki vænt um Samfylkinguna. Flokkurinn virðist ekki eiga sér neina formælendur. Bara fólk sem formælir honum. Samfylkingin er fórnarlamb fjórflokkalögmálsins íslenska, sem er vel að merkja ekki það sem Vilmundur hélt fram hér í gamla daga – að fjórflokkurinn væri Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag: það var fremur kænleg leið til að koma því inn hjá kjósendum að Bandalag jafnaðarmanna, þessi klofningsflokkur hans úr Alþýðuflokknum, væri þar með til hliðar við flokkakerfið; vettvangur fólksins. Síðan hafa allir nýir flokkar gert þetta tilkall – að vera valkostur við „fjórflokkinn“. En fallist maður á þá hugtakanotkun skrifar maður um leið undir samarassismann; þá hugmynd að enginn munur sé á vinstri og hægri; sami rassinn (ég játa að ég hef aldrei alveg skilið þessa líkingu) sé undir „þeim öllum“ rétt eins og þingmenn séu eitthvað allt annað fólk en við kjósendur sendum þangað inn á fjögurra ára fresti og komi okkur ekkert við. Þar með hætta stjórnmál að snúast um átök hugmynda og ólík sjónarmið um skiptingu gæða, almenn lög, rétt og rangt og fyrirkomulag almannaþjónustu, sem hægri menn telja að eigi að vera í höndum einkafyrirtækja með gróða að markmiði, en vinstri menn vilja að sé bæði greitt fyrir úr almannasjóðum og starfrækt á almannagrundvelli. Smám saman hefur orðið til annar fjórflokkur en sá sem Vilmundur átti við. Hægra megin eru tveir flokkar, annar stórt bandalag um völd og áhrif og aðgang að gæðum, hinn fámennara bandalag en ekki síður harðsnúið. Vinstra megin eru hins vegar alltaf fjórir flokkar. Stofnun Samfylkingarinnar var tilraun til að sameina þessa fjóra flokka sem þá voru vinstra megin: A-flokkana, Kvennalistann og Þjóðvaka. Það tókst ekki betur en svo, að nú hafa íslenskir jafnaðarmenn val um að kjósa SF, VG, BF og Pírata, sem að vísu skilgreina sig sjálfir ekki endilega sem vinstri – eða hægri – flokk, en óánægðir kjósendur SF telja samt raunhæfan valkost. Stundum finnst manni eins og vinstri menn hafi ekkert sameiningartákn annað en Svarta-Pétur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun