Skúffan í ráðuneytinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Þrátt fyrir að öll opinber þjónusta hafi fengið að finna verulega fyrir vel brýndum niðurskurðarhnífnum undanfarin ár lifir furðuliðurinn „Ráðstöfunarfé ráðherra“ enn af á fjárlögum. Þannig er gert ráð fyrir að á þessu ári muni rúmar 40 milljónir af skattfé renna til ráðherranna sem síðan úthluta þessu fé eins og þeim sýnist. Fréttablaðið segir í dag frá því að einn sitjandi ráðherra hafi styrkt einkafyrirtæki um hálfa milljón vegna komu kínverskra sjónvarpsmanna. Ráðherrar hafa styrkt kórastarf, útgáfu bóka, kvikmyndagerð, hljóðritun laga svo eitthvað sé talið. Sitjandi ríkisstjórn er svo sannarlega ekki barnanna verst, meira að segja hefur verið skorið verulega niður í þessum fjárlagalið síðustu ár, ekki síst eftir hrun. Þessi undarlegu fjárútlát ríkisins hafa tíðkast í meira en tuttugu ár og voru oft og tíðum mun grófari en nú. Í könnun Kastljóss árið 2009 kom í ljós, öllum að óvörum, að ráðherrar voru í miklum mæli að úthluta tugum milljóna í eigin kjördæmi. Ljóst er að oftar en ekki virðast úthlutanir ráðstöfunarfjár lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Um er að ræða mikið af lágum úthlutunum sem virka vel til að kaupa sér vinsældir hjá kjósendum og fylgismönnum heima í héraði. Um þessar úthlutanir gilda engar reglur, nema reglur sem þáverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, samþykkti árið 2012, en samkvæmt þeim er heimilt að styrkja málefni og verkefni sem „stuðla að framgangi íslenskra hagsmuna og til almannaheilla“. Í reglum Jóhönnu sagði að öllum væri heimilt að sækja um styrki til hvers og eins ráðuneytis. Þessi opna fjárlagaheimild hefur í praxís þýtt að ráðherrum er í raun heimilt að ráðstafa þessu fé algjörlega viðmiðalaust til málefnis að eigin vali. Hvort sem reglur Jóhönnu gilda enn eður ei um þessa ráðstöfun opinbers fjár er ljóst að umgjörðin er lítil sem engin. Ekki er að sjá að sækja þurfi sérstaklega um þessa styrki með fyrirfram ákveðnum hætti og þaðan af síður að eftirfylgnin með framgangi verkefnis sé einhver. Engar kvaðir eru á ráðherrum um með hvaða hætti þeim beri að úthluta þessu fé. Nánast undantekningarlaust eru þau verkefni sem fá notið náðar ráðherra þess verð samkvæmt einhverjum skilgreiningum. Sjálfsagt má færa fyrir því rök að málin séu góð og peningunum vel varið. Þessi rangláta aðferð við útdeilingu fjármunanna er hins vegar ekki góð og erfitt að koma auga á hvers vegna þessi háttur er hafður á í stað þess að setja féð í ákveðna styrktarsjóði sem allir hafa aðgang að og um gilda skýrar og gegnsæjar reglur. Fjörutíu milljónir eru augljóslega á við skiptimynt í stóra samhengi heildarfjárhæðar fjárlaga. En á tímum þar sem hver ríkisstofnunin, sem með réttu eða röngu, kvartar sárlega undan fjárskorti getur andvirði veglegrar blokkaríbúðar gert kraftaverk. Það er til dæmis hægt að ráða aðstoðarmann í hálft starf í sex ár fyrir þessa fjárhæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þrátt fyrir að öll opinber þjónusta hafi fengið að finna verulega fyrir vel brýndum niðurskurðarhnífnum undanfarin ár lifir furðuliðurinn „Ráðstöfunarfé ráðherra“ enn af á fjárlögum. Þannig er gert ráð fyrir að á þessu ári muni rúmar 40 milljónir af skattfé renna til ráðherranna sem síðan úthluta þessu fé eins og þeim sýnist. Fréttablaðið segir í dag frá því að einn sitjandi ráðherra hafi styrkt einkafyrirtæki um hálfa milljón vegna komu kínverskra sjónvarpsmanna. Ráðherrar hafa styrkt kórastarf, útgáfu bóka, kvikmyndagerð, hljóðritun laga svo eitthvað sé talið. Sitjandi ríkisstjórn er svo sannarlega ekki barnanna verst, meira að segja hefur verið skorið verulega niður í þessum fjárlagalið síðustu ár, ekki síst eftir hrun. Þessi undarlegu fjárútlát ríkisins hafa tíðkast í meira en tuttugu ár og voru oft og tíðum mun grófari en nú. Í könnun Kastljóss árið 2009 kom í ljós, öllum að óvörum, að ráðherrar voru í miklum mæli að úthluta tugum milljóna í eigin kjördæmi. Ljóst er að oftar en ekki virðast úthlutanir ráðstöfunarfjár lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Um er að ræða mikið af lágum úthlutunum sem virka vel til að kaupa sér vinsældir hjá kjósendum og fylgismönnum heima í héraði. Um þessar úthlutanir gilda engar reglur, nema reglur sem þáverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, samþykkti árið 2012, en samkvæmt þeim er heimilt að styrkja málefni og verkefni sem „stuðla að framgangi íslenskra hagsmuna og til almannaheilla“. Í reglum Jóhönnu sagði að öllum væri heimilt að sækja um styrki til hvers og eins ráðuneytis. Þessi opna fjárlagaheimild hefur í praxís þýtt að ráðherrum er í raun heimilt að ráðstafa þessu fé algjörlega viðmiðalaust til málefnis að eigin vali. Hvort sem reglur Jóhönnu gilda enn eður ei um þessa ráðstöfun opinbers fjár er ljóst að umgjörðin er lítil sem engin. Ekki er að sjá að sækja þurfi sérstaklega um þessa styrki með fyrirfram ákveðnum hætti og þaðan af síður að eftirfylgnin með framgangi verkefnis sé einhver. Engar kvaðir eru á ráðherrum um með hvaða hætti þeim beri að úthluta þessu fé. Nánast undantekningarlaust eru þau verkefni sem fá notið náðar ráðherra þess verð samkvæmt einhverjum skilgreiningum. Sjálfsagt má færa fyrir því rök að málin séu góð og peningunum vel varið. Þessi rangláta aðferð við útdeilingu fjármunanna er hins vegar ekki góð og erfitt að koma auga á hvers vegna þessi háttur er hafður á í stað þess að setja féð í ákveðna styrktarsjóði sem allir hafa aðgang að og um gilda skýrar og gegnsæjar reglur. Fjörutíu milljónir eru augljóslega á við skiptimynt í stóra samhengi heildarfjárhæðar fjárlaga. En á tímum þar sem hver ríkisstofnunin, sem með réttu eða röngu, kvartar sárlega undan fjárskorti getur andvirði veglegrar blokkaríbúðar gert kraftaverk. Það er til dæmis hægt að ráða aðstoðarmann í hálft starf í sex ár fyrir þessa fjárhæð.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun