Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 20:00 Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Elsti og virtasti drengjakór í heimi, Vínardrengjakórinn, hélt tónleika í Hörpu í dag og heldur aðra tónleika á morgun. Mörg frægustu tónskáld heims, eins og Schubert, hafa ýmist verið kórdrengir sjálfir eða unnið með kórnum í gegnum aldirnar og nú hljómar þar rödd þrettán ára Íslendings. Það eru fáir ef nokkrir kórar sem geta státað af annarri eins sögu og Vínardrengjakórinn í Austurríki sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1296 eða skömmu eftir að íslenska þjóðveldið leið undir lok og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Það eru hundrað drengir á aldrinum níu til fjórtán ára í Vínarkórnum hverju sinni sem skipt er upp í fjóra kóra sem koma fram á um 300 tónleikum víðs vegar um heiminn á ári hverju. Í dag er einn þeirra Magnús Hlynsson, þrettán ára, sonur hjónanna Hlyns Guðmundssonar og Elenor Guðmundsson frá Austurríki þar sem Magnús hefur búið allt sitt líf. „Ég byrjaði í kórnum þegar ég var tíu ára gamall vegna þess að ég var alltaf að syngja og fannst það alltaf gaman,“ segir Magnús hógvær og bætir við að hann sé stoltur af því að syngja með þessum einum frægasta kór í heimi. Magnús segist ekki vita hvort hann ætli að leggja sönginn fyrir sig þegar hann verði orðinn stór. „Ég vil eiginlega vera leikari,“ segir hann en þó komi til greina að leggja óperusönginn fyrir sig og leika í óperum. Magnús er hrifinn af klassískri tónlist eins og Mozart og Schubert en hlustar þó aðallega á popptónlist heima hjá sér. Hann segist þó ekki hlusta á Justin Bieber, honum finnist hann ekki góður.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira