Æðislegur lax í sítrónu- og smjörsósu Eva Laufey skrifar 26. febrúar 2016 15:12 Þegar laxinn er tilbúinn færið þið hann á disk og leggið salsa yfir. vísir/eva laufey Í síðasta þætti af Matargeði Evu lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þennan gómsæta lax í sítrónu- og smjörsósu. Ofnbakaður lax í sítrónu- og smjörsósu800 g beinhreinsað laxaflak með roðiSalt og pipar1 sítróna5-6 msk smjörÓlífuolía1 askja kirsuberjatómatar1 stór tómatur1 rauðlaukurBalsmikgljáiÓlífuolíaHandfylli basilíkaSalt og nýmalaður pipar Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Sáldrið ólífuolíu yfir og smjöri. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt tómatasalat. Skerið kirsuberjatómata, rauðlauk og saxið basilíkuna mjög smátt. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið til með salti og pipar. Hellið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir, leyfið salsainu að standa inn í kæli áður en þið berið það fram með laxinum. Þegar laxinn er tilbúinn færið þið hann á disk og leggið salsa yfir. Berið strax fram og njótið vel.Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. Eva Laufey Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið
Í síðasta þætti af Matargeði Evu lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þennan gómsæta lax í sítrónu- og smjörsósu. Ofnbakaður lax í sítrónu- og smjörsósu800 g beinhreinsað laxaflak með roðiSalt og pipar1 sítróna5-6 msk smjörÓlífuolía1 askja kirsuberjatómatar1 stór tómatur1 rauðlaukurBalsmikgljáiÓlífuolíaHandfylli basilíkaSalt og nýmalaður pipar Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Sáldrið ólífuolíu yfir og smjöri. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt tómatasalat. Skerið kirsuberjatómata, rauðlauk og saxið basilíkuna mjög smátt. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið til með salti og pipar. Hellið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir, leyfið salsainu að standa inn í kæli áður en þið berið það fram með laxinum. Þegar laxinn er tilbúinn færið þið hann á disk og leggið salsa yfir. Berið strax fram og njótið vel.Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
Eva Laufey Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið