Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 12:31 Frá vinnustöðvuninni í Straumsvík í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir til greina koma að draga úr framleiðslu hjá fyrirtækinu náist ekki sátt í kjaradeilunni við starfsmenn. Fyrst verði látið reyna á fyrir félagsdómi hvort yfirmenn megi ekki skipa út áli frá verksmiðjunni, en slíkar tilraunir yfirmanna voru stöðvaðar af verkfallsvörðum í gær. Gríðarlegir hagsmunir í húfi „Þetta er bara til skoðunar og hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvernig að því verður staðið. En það er eitthvað sem verið er að skoða áfram. Það eru miklir hagsmunir í húfi og það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir hann. Ákvörðun verði væntanlega tekin á næstu dögum. Þá segir hann að verið sé að íhuga hvort draga þurfi úr framleiðslu á áli. „Ef það verður niðurstaðan að við sjáum ekki fram á að geta selt neitt um ófyrirséðan tíma þá náttúrulega gefur það auga leið að það er fátt annað í stöðunni en að fara að huga að því að draga úr framleiðslu.“Umræðan ósanngjörn Ólafur segir fyrirtækið verða af miklum tekjum vegna vinnustöðvunarinnar. „Velta okkar er svona í kringum fimmtíu milljarða á ári. Þannig að það eru tekjurnar á ársgrundvelli sem við fáum ekki ef við getum ekki flutt út álið. Þá fáum við engar tekjur og þá náttúrulega myndi blasa við flestum fyrirtækjum sem sjá ekki fram á að geta selt sína framleiðslu að þá sé spurning til hvers verið sé að framleiða.“ Hann segir umræðu í garð álversins hafa verið óvægna, það hafi meðal annars verið sakað um óbilgirni og offorsi. „Sumir hafa uppi stór orð um afstöðu fyrirtækisins í þessari kjaradeilu. Við buðum í desember sömu launahækkanir og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru hærri en gengur og gerist, og það er í sjálfu sér óumdeilt að ÍSAL borgar mjög samkeppnishæf laun. Það eina sem við förum fram á í staðinn er sami réttur og allir aðrir hafa. Þannig að það teljum við ekki tilefni til þess að saka okkur um sérstakt offors eða óbilgirni,“ segir Ólafur Teitur. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir til greina koma að draga úr framleiðslu hjá fyrirtækinu náist ekki sátt í kjaradeilunni við starfsmenn. Fyrst verði látið reyna á fyrir félagsdómi hvort yfirmenn megi ekki skipa út áli frá verksmiðjunni, en slíkar tilraunir yfirmanna voru stöðvaðar af verkfallsvörðum í gær. Gríðarlegir hagsmunir í húfi „Þetta er bara til skoðunar og hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvernig að því verður staðið. En það er eitthvað sem verið er að skoða áfram. Það eru miklir hagsmunir í húfi og það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir hann. Ákvörðun verði væntanlega tekin á næstu dögum. Þá segir hann að verið sé að íhuga hvort draga þurfi úr framleiðslu á áli. „Ef það verður niðurstaðan að við sjáum ekki fram á að geta selt neitt um ófyrirséðan tíma þá náttúrulega gefur það auga leið að það er fátt annað í stöðunni en að fara að huga að því að draga úr framleiðslu.“Umræðan ósanngjörn Ólafur segir fyrirtækið verða af miklum tekjum vegna vinnustöðvunarinnar. „Velta okkar er svona í kringum fimmtíu milljarða á ári. Þannig að það eru tekjurnar á ársgrundvelli sem við fáum ekki ef við getum ekki flutt út álið. Þá fáum við engar tekjur og þá náttúrulega myndi blasa við flestum fyrirtækjum sem sjá ekki fram á að geta selt sína framleiðslu að þá sé spurning til hvers verið sé að framleiða.“ Hann segir umræðu í garð álversins hafa verið óvægna, það hafi meðal annars verið sakað um óbilgirni og offorsi. „Sumir hafa uppi stór orð um afstöðu fyrirtækisins í þessari kjaradeilu. Við buðum í desember sömu launahækkanir og allir aðrir hafa verið að bjóða, ofan á laun sem eru hærri en gengur og gerist, og það er í sjálfu sér óumdeilt að ÍSAL borgar mjög samkeppnishæf laun. Það eina sem við förum fram á í staðinn er sami réttur og allir aðrir hafa. Þannig að það teljum við ekki tilefni til þess að saka okkur um sérstakt offors eða óbilgirni,“ segir Ólafur Teitur.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Um tuttugu yfirmenn í álverinu í Straumsvík gerðu tilraun til að skipa út áli þar í morgun í trássi við útflutningsbann en voru stöðvaðir af verkfallsvörðum. 24. febrúar 2016 12:58
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00