Nær allir þeir sem greinst hafa með ebólu-veiruna munu ævilangt þurfa að búa við heilbrigðisvandamál, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn sem nýlega var kynnt var á læknaþingi í þar í landi.
Rannsóknin sýndi fram á það að eftirlifendur hefðu flestir þróað með sér ýmis konar kvilla og sjúkdóma, innan við sex mánuðum eftir að hafa læknast af veirunni, á borð við taugaraskanir, minnisglöp og þunglyndi. Þá er jafnframt aukin hætta á heilahimnubólgu og sýkingum.
Læknir sem kynnti rannsóknina í dag sagði niðurstöðurnar sláandi. Ljóst sé að þessir einstaklingar muni aldrei í raun og veru læknast af sjúkdómnum.
Ebólu-sjúklingar munu aldrei ná sér að fullu

Tengdar fréttir

Ebóla snýr aftur í Sierra Leone
Nýtt dauðsfall af völdum ebólu hefur verið staðfest í Afríkuríkinu Sierra Leone, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að faraldurinn sem geisað hefur í vestur Afríku, væri yfirstaðinn.

Líbería laus við ebólu, aftur
Fylgst verður náið með framvindu mála næstu 90 daga.

Líbería laus við ebólu
Enn barist við veiruna í Gíneu og Sierra Leone.

Dregið alveg úr viðbúnaði á Íslandi vegna ebólu
Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna ebólusjúkdómsins að fullu á Landspítalanum. Viðbragðsteymið sem var sett saman í september 2014 er nú ekki virkt og hafa upplýsingaskilti um sjúkdóminn verið tekin niður.