Samkomulagið við Tyrkland gagnrýnt Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. mars 2016 07:00 Flóttamaður í Tyrklandi kveikir í buxum til að búa til lítinn varðeld, skammt frá landamærabænum Idomeni þar sem tugir þúsunda flóttamanna bíða átekta. Nordicphotos/AFP Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04
Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44
Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00
Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15