Don Giovanni komst ekki á flug Jónas Sen skrifar 2. mars 2016 11:00 Hanna Dóra Sturludóttir og Oddur A. Jónsson í hlutverkum sínum. Ópera Don Giovanni eftir Mozart í uppfærslu Íslensku óperunnar. Stjórnandi: Benjamin Levy Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Einsöngvarar: Oddur Arnþór Jónsson, Tomislav Lavoie, Hallveig Rúnarsdóttir, Elmar Gilbertsson, Jóhann Smári Sævarsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Þóra Einarsdóttir, Ágúst Ólafsson Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Eldborg í Hörpu Laugardaginn 27. febrúar Beethoven var mjög hneykslaður á Mozart að semja heila óperu um kvennabósann Don Giovanni. Sá náungi var óttalegur uppskafningur sem hafði engan áhuga á að gera neitt við líf sitt annað en að fleka konur, helst giftar. Tónlistin er þó snilld. Hún er hrífandi fögur, með ótal grípandi laglínum og skemmtilegum uppákomum. Það er einhver ótrúleg birta yfir henni sem er langt handan við lítilfjörlegt umfjöllunarefnið. Því miður verður að segjast að óperan komst aldrei á flug í uppsetningunni sem fumsýnd var á laugardagskvöldið í Hörpu. Hún byrjaði illa, forleikurinn var keyrður áfram af furðulegri hörku af hljómsveitarstjóranum Benjamin Levy. Í forleiknum er óperan í hnotskurn, þar er máluð mynd af sífelldum kvennaförum og síðan meinlegum örlögum kvennabósans, sem fer á endanum til helvítis. Tónlistin er því ýmist dramatísk eða léttúðug. Í meðförum Levys vantaði hvort tveggja, dýptina skorti og því fór dramatíkin út um veður og vind. Svo var enginn húmor og skemmtilegheit í bjartari köflum forleiksins. Þetta var meira í ætt við tónlist fyrir líkamsrækt. Ekki bætti úr skák að einstaklega fráhrindandi grafík var varpað á vegginn fyrir ofan sviðið. Það voru skuggamyndir af hljóðfæraleikurunum að spila, útlínur á sífelldri hreyfingu. Upp í hugann kom einhvers konar lifandi spagettí, eins ógeðfellt og það nú hljómar. Sviðsmyndin í uppfærslunni var óttalega ömurleg, rimlagardínur og flekar með gluggum. Á þetta neyddist maður til að horfa gjörvalla óperuna. Það var engin tilbreyting nema í mismunandi lýsingu, og hún var þunnur þrettándi. Lengst af var óreglulegum skuggum varpað á gólfið, sem voru óreiðukenndir og truflandi. Búningarnir voru þó smekklegir, en glöddu samt aldrei augað að neinu marki. Nú er það ekkert leyndarmál að Íslenska óperan á litla fjármuni og það er greinilegt að hér hefur enginn peningur verið eftir fyrir sviðsmynd. En ópera er ekki síst sjónræn list, og þegar sá kafli er alveg skilinn eftir verður útkoman aldrei kræsileg, sama hversu vel er sungið. Léleg sviðsmynd er mun verri en engin. Þá er heiðarlegra og betra að flytja óperuna bara í konsertuppfærslu. Söngvararnir voru nokkuð misjafnir. Aðalstjarnan, Oddur A. Jónsson sem var í hlutverki Don Giovannis, söng af krafti og hann hafði líka útlitið með sér. Hins vegar vantaði einhvern karakter í leikinn sem gerði að verkum að manni var slétt sama um persónuna hans. Hún var aldrei neitt áberandi fyndin, og ekki heldur tragísk. Það sópaði ekki heldur sérlega mikið að þjóni Don Giovannis, Leporello, sem var leikinn af Tomislav Lavoie. Hann söng þó yfirleitt fallega. Elmar Gilbertsson, sem var í minna hlutverki, var aftur á móti alveg prýðilegur. Hann hefur fagra rödd og hún kom ákaflega vel út. Jóhann Smári Sævarsson var einnig flottur og Ágúst Ólafsson skilaði sínu hlutverki af fagmennsku. Konurnar voru upp og ofan. Þóra Einarsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir voru stórglæsilegar, bæði í leik og söng. Hallveig Rúnarsdóttir var síðri, kannski var hún ekki í formi þetta kvöld. Veikir kaflar hjá henni voru almennt of lágróma, en þeir kraftmeiri hittu ágætlega í mark. Frammistaða hennar var því ýmist mjög slæm, eins og í byrjun þegar það heyrðist nánast ekkert í henni, eða fantagóð undir það síðasta í óperunni. Það var þó einkennilegt að upplifa hversu illa rödd Hallveigar passaði við raddhljóm hinna söngvaranna. Hún skar sig of mikið úr. Þetta kom niður á heildarmyndinni, sem varð fyrir bragðið aldrei sannfærandi. Að endingu ber að nefna að fámennur kór stóð sig vel, en hans hlutverk var ekki stórt. Hljómsveitin spilaði líka af öryggi, en það var engan veginn nóg. Í tónlist Mozarts skipta smáatriðin gríðarlegu máli. Þar er að finna gnægð fínlegra blæbrigða sem þurfa næma og nostursamlega útfærslu ef þau eiga að skila sér. Það gerðu þau aldrei í hinni óinnblásnu stjórn Levys. Í staðinn var allt keyrt á fullu og það fór tónlistinni illa. Heildarútkoman var óneitanlega vonbrigði.Niðurstaða: Ósannfærandi túlkun á meistaraverki Mozarts. Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ópera Don Giovanni eftir Mozart í uppfærslu Íslensku óperunnar. Stjórnandi: Benjamin Levy Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir Einsöngvarar: Oddur Arnþór Jónsson, Tomislav Lavoie, Hallveig Rúnarsdóttir, Elmar Gilbertsson, Jóhann Smári Sævarsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Þóra Einarsdóttir, Ágúst Ólafsson Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Eldborg í Hörpu Laugardaginn 27. febrúar Beethoven var mjög hneykslaður á Mozart að semja heila óperu um kvennabósann Don Giovanni. Sá náungi var óttalegur uppskafningur sem hafði engan áhuga á að gera neitt við líf sitt annað en að fleka konur, helst giftar. Tónlistin er þó snilld. Hún er hrífandi fögur, með ótal grípandi laglínum og skemmtilegum uppákomum. Það er einhver ótrúleg birta yfir henni sem er langt handan við lítilfjörlegt umfjöllunarefnið. Því miður verður að segjast að óperan komst aldrei á flug í uppsetningunni sem fumsýnd var á laugardagskvöldið í Hörpu. Hún byrjaði illa, forleikurinn var keyrður áfram af furðulegri hörku af hljómsveitarstjóranum Benjamin Levy. Í forleiknum er óperan í hnotskurn, þar er máluð mynd af sífelldum kvennaförum og síðan meinlegum örlögum kvennabósans, sem fer á endanum til helvítis. Tónlistin er því ýmist dramatísk eða léttúðug. Í meðförum Levys vantaði hvort tveggja, dýptina skorti og því fór dramatíkin út um veður og vind. Svo var enginn húmor og skemmtilegheit í bjartari köflum forleiksins. Þetta var meira í ætt við tónlist fyrir líkamsrækt. Ekki bætti úr skák að einstaklega fráhrindandi grafík var varpað á vegginn fyrir ofan sviðið. Það voru skuggamyndir af hljóðfæraleikurunum að spila, útlínur á sífelldri hreyfingu. Upp í hugann kom einhvers konar lifandi spagettí, eins ógeðfellt og það nú hljómar. Sviðsmyndin í uppfærslunni var óttalega ömurleg, rimlagardínur og flekar með gluggum. Á þetta neyddist maður til að horfa gjörvalla óperuna. Það var engin tilbreyting nema í mismunandi lýsingu, og hún var þunnur þrettándi. Lengst af var óreglulegum skuggum varpað á gólfið, sem voru óreiðukenndir og truflandi. Búningarnir voru þó smekklegir, en glöddu samt aldrei augað að neinu marki. Nú er það ekkert leyndarmál að Íslenska óperan á litla fjármuni og það er greinilegt að hér hefur enginn peningur verið eftir fyrir sviðsmynd. En ópera er ekki síst sjónræn list, og þegar sá kafli er alveg skilinn eftir verður útkoman aldrei kræsileg, sama hversu vel er sungið. Léleg sviðsmynd er mun verri en engin. Þá er heiðarlegra og betra að flytja óperuna bara í konsertuppfærslu. Söngvararnir voru nokkuð misjafnir. Aðalstjarnan, Oddur A. Jónsson sem var í hlutverki Don Giovannis, söng af krafti og hann hafði líka útlitið með sér. Hins vegar vantaði einhvern karakter í leikinn sem gerði að verkum að manni var slétt sama um persónuna hans. Hún var aldrei neitt áberandi fyndin, og ekki heldur tragísk. Það sópaði ekki heldur sérlega mikið að þjóni Don Giovannis, Leporello, sem var leikinn af Tomislav Lavoie. Hann söng þó yfirleitt fallega. Elmar Gilbertsson, sem var í minna hlutverki, var aftur á móti alveg prýðilegur. Hann hefur fagra rödd og hún kom ákaflega vel út. Jóhann Smári Sævarsson var einnig flottur og Ágúst Ólafsson skilaði sínu hlutverki af fagmennsku. Konurnar voru upp og ofan. Þóra Einarsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir voru stórglæsilegar, bæði í leik og söng. Hallveig Rúnarsdóttir var síðri, kannski var hún ekki í formi þetta kvöld. Veikir kaflar hjá henni voru almennt of lágróma, en þeir kraftmeiri hittu ágætlega í mark. Frammistaða hennar var því ýmist mjög slæm, eins og í byrjun þegar það heyrðist nánast ekkert í henni, eða fantagóð undir það síðasta í óperunni. Það var þó einkennilegt að upplifa hversu illa rödd Hallveigar passaði við raddhljóm hinna söngvaranna. Hún skar sig of mikið úr. Þetta kom niður á heildarmyndinni, sem varð fyrir bragðið aldrei sannfærandi. Að endingu ber að nefna að fámennur kór stóð sig vel, en hans hlutverk var ekki stórt. Hljómsveitin spilaði líka af öryggi, en það var engan veginn nóg. Í tónlist Mozarts skipta smáatriðin gríðarlegu máli. Þar er að finna gnægð fínlegra blæbrigða sem þurfa næma og nostursamlega útfærslu ef þau eiga að skila sér. Það gerðu þau aldrei í hinni óinnblásnu stjórn Levys. Í staðinn var allt keyrt á fullu og það fór tónlistinni illa. Heildarútkoman var óneitanlega vonbrigði.Niðurstaða: Ósannfærandi túlkun á meistaraverki Mozarts.
Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira