Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kemur fyrir rétt síðar í dag þar sem mál hans gegn stjórnvöldum verður tekið fyrir. Breivik vill meina að verið sé að brjóta á honum mannréttindi með því að halda honum í einangrun, en hann hefur ekki verið í samneyti við aðra fanga frá því hann var handtekinn í Útey árið 2011 eftir að hafa myrt 77 manns í eynni og í sprengingu í Osló.
Hann var dæmdur í 21 árs langt fangelsi 2012. Á meðal umkvörtunarefna hans er að hann fái ekki að senda bréf úr fangelsinu án þess að þau séu lesin fyrirfram en yfirvöld segja það gert í því skyni að koma í veg fyrir að hann geti komist í samband við fólk með svipuð áform eða skoðanir.
Breivik sakar stjórnvöld um mannréttindabrot
