Skoða beri aðra flugvallarvalkosti Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 21:30 Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira