Audi stöðvar tímabundið framleiðslu í Brussel Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 16:12 Úr verksmiðju Audi í Brussel. Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent
Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent