Jeremy Clarkson hætti að drekka í 5 mánuði vegna samningsgerðar við Amazon Prime Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 09:56 Jeremy Clarkson í kunnuglegum gjörðum. Þegar maður er í samningaviðræðum uppá 1.900 milljónir króna á ári er líklega gott að vera edrú. Það fannst að minnsta kosti Jeremy Clarkson þegar hann stóð í samningaviðræðum við Amazon Prime um gerð bílþátta og hætti fyrir vikið að smakka áfengi í 5 mánuði á seinni hluta síðasta árs. Eftir Clarkson var haft í viðtali við The Times; “Þú getur ekki samið við lögmenn frá Kaliforníu þegar þú ert búinn að fá þér nokkur glös af víni. Ég setti upp grímu. Við setjum öll upp grímu, en þetta var ekki hinn raunverulega ég.” “Lögfræðingar eiga það til að hringja í mann klukkan 11 á morgnana og þá er vissara að vera með hausinn í lagi.” Samkvæmt þessum upplýsingum Clarkson hefur hann snúið aftur til fyrri hátta og greindi meðal annars frá keppni í tennis milli bjórdrykkjumanna og víndrykkjumanna þar sem bjórdrykkjumenn unnu, en ekki kom fram hvoru liðinu hann tilheyrði. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Þegar maður er í samningaviðræðum uppá 1.900 milljónir króna á ári er líklega gott að vera edrú. Það fannst að minnsta kosti Jeremy Clarkson þegar hann stóð í samningaviðræðum við Amazon Prime um gerð bílþátta og hætti fyrir vikið að smakka áfengi í 5 mánuði á seinni hluta síðasta árs. Eftir Clarkson var haft í viðtali við The Times; “Þú getur ekki samið við lögmenn frá Kaliforníu þegar þú ert búinn að fá þér nokkur glös af víni. Ég setti upp grímu. Við setjum öll upp grímu, en þetta var ekki hinn raunverulega ég.” “Lögfræðingar eiga það til að hringja í mann klukkan 11 á morgnana og þá er vissara að vera með hausinn í lagi.” Samkvæmt þessum upplýsingum Clarkson hefur hann snúið aftur til fyrri hátta og greindi meðal annars frá keppni í tennis milli bjórdrykkjumanna og víndrykkjumanna þar sem bjórdrykkjumenn unnu, en ekki kom fram hvoru liðinu hann tilheyrði.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent