Farfuglarnir streyma til landsins: Lóurnar ættu að ná til landsins fyrir páska Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2016 15:17 Tjaldurinn er kominn til landsins og er einn af vorboðunum. Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“ Lóan er komin Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“
Lóan er komin Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira