Starfsmenn í Straumsvík komnir aftur til starfa sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2016 12:32 "Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir," segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík hefur verið frestað tímabundið á meðan greidd verða atkvæði um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram á laugardag. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir páska. „Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir, sem er þá 11. apríl. Það verður svo núna á næstunni sem menn reyna að kynna þetta fyrir starfsmönnum fyrirtækisins sem hafa þá umhugsunarfrest yfir páska," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Ríkissáttasemjari taldi ljóst að frekari sáttaumleitanir myndu ekki bera árangur og lagði því fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu. Haldnir hafa verið 39 sáttafundir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls í tvígang á þessum tíma en hætt var við þau í bæði skiptin. Um tíma var yfirvinnubann í gildi en hinn 1. mars síðastliðinn hófst ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. Kolbeinn segist aðspurður ekki geta svarað til um það hvort von sé á að tillagan verði samþykkt, né hvers eðlis hún sé. „Ég get ekkert sagt til um það. Við leggjum þetta alfarið í mat þeirra sem starfa þarna á vinnustaðnum og það er þeirra að dæma og sjá hvað er inni í miðlunartillögunni. Ég held það sé rétt að bíða eftir að þeir gefi svar sitt." Verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi sé lokið, ásamt því sem fyrirtækið skuldbindur sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka. Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45 Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26 Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00 Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík hefur verið frestað tímabundið á meðan greidd verða atkvæði um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram á laugardag. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir páska. „Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir, sem er þá 11. apríl. Það verður svo núna á næstunni sem menn reyna að kynna þetta fyrir starfsmönnum fyrirtækisins sem hafa þá umhugsunarfrest yfir páska," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Ríkissáttasemjari taldi ljóst að frekari sáttaumleitanir myndu ekki bera árangur og lagði því fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu. Haldnir hafa verið 39 sáttafundir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls í tvígang á þessum tíma en hætt var við þau í bæði skiptin. Um tíma var yfirvinnubann í gildi en hinn 1. mars síðastliðinn hófst ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. Kolbeinn segist aðspurður ekki geta svarað til um það hvort von sé á að tillagan verði samþykkt, né hvers eðlis hún sé. „Ég get ekkert sagt til um það. Við leggjum þetta alfarið í mat þeirra sem starfa þarna á vinnustaðnum og það er þeirra að dæma og sjá hvað er inni í miðlunartillögunni. Ég held það sé rétt að bíða eftir að þeir gefi svar sitt." Verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi sé lokið, ásamt því sem fyrirtækið skuldbindur sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka.
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45 Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26 Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00 Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00
Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45
Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26
Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00
Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29