Ferðamaður fótbrotnaði á blautum stíg við Kerið Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 14:45 Myndir af vettvangi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á kölfum. Myndir/Aðsendar Breskur ferðamaður á áttræðisaldri rann til og fótbrotnaði við Kerið í Grímsnesi í morgun. Leiðsögumaður sem varð vitni að slysinu gagnrýnir umhirðu á svæðinu en talsmaður eigenda segir lítið hægt að gera í því að setja möl á stíga svo stuttu eftir að snjóa leysir. Ferðamaðurinn hlaut að sögn sjónarvottar opin beinbrot og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð, en vildi ekki láta nafns síns getið, segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á köflum og kennir því um að maðurinn rann til. Hann segir það ábyrgðarleysi af eigendunum að hafa ekki bætt möl á stíginn eftir að snjórinn bráðnaði. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, segir rauðamöl borna á stíginn reglulega en að lítið sé þó hægt að gera að svo stöddu. „Þegar snjóa leysir og frost fer að fara úr jörðu, þá eru stígarnir drullublautir og vatn í þeim og alveg tilgangslaust að setja nokkuð efni í þá. Það rennur bara í burtu,“ segir Óskar. „Það verður að láta vatnið fara fyrst. Jafnvel þótt við biðum með skóflurnar á lofti, þá hefði það ekkert upp á sig.“ Jafnframt bendir Óskar á aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys. Ferðamenn séu á svæðinu á eigin ábyrgð, líkt og segir á skilti við bílastæðið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34 Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Breskur ferðamaður á áttræðisaldri rann til og fótbrotnaði við Kerið í Grímsnesi í morgun. Leiðsögumaður sem varð vitni að slysinu gagnrýnir umhirðu á svæðinu en talsmaður eigenda segir lítið hægt að gera í því að setja möl á stíga svo stuttu eftir að snjóa leysir. Ferðamaðurinn hlaut að sögn sjónarvottar opin beinbrot og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð, en vildi ekki láta nafns síns getið, segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á köflum og kennir því um að maðurinn rann til. Hann segir það ábyrgðarleysi af eigendunum að hafa ekki bætt möl á stíginn eftir að snjórinn bráðnaði. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, segir rauðamöl borna á stíginn reglulega en að lítið sé þó hægt að gera að svo stöddu. „Þegar snjóa leysir og frost fer að fara úr jörðu, þá eru stígarnir drullublautir og vatn í þeim og alveg tilgangslaust að setja nokkuð efni í þá. Það rennur bara í burtu,“ segir Óskar. „Það verður að láta vatnið fara fyrst. Jafnvel þótt við biðum með skóflurnar á lofti, þá hefði það ekkert upp á sig.“ Jafnframt bendir Óskar á aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys. Ferðamenn séu á svæðinu á eigin ábyrgð, líkt og segir á skilti við bílastæðið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34 Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44
Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34
Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00
Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31
Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58