Hvernig gat ökuferðin endað svona? Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 11:10 Magnaður endir ökuferðar. Á laugardaginn fyrir páska endaði ökuferð konu einnar í Tennessee í Bandaríkjunum svona og er erfitt að ímynda sér hvernig bíll hennar gat endað í nokkra metra hæð flæktur í rafmagnslínur. Ástæða þess er að framdrifsbíll hennar rann á vegrið sem tengdist víravirki og framhjól bílsins hafa náð taki á vírunum, framhjólin snúist um vírana og með því spólaðist bíllinn upp í þessa hæð. Hún þurfti að dúsa í bíl sínum eftir atvikið í tvær klukkustundir uns bílnum var náð niður. Konunni varð ekki meint af þessari athygliverðu ökuferð og hún var ekki undir áhrifum víns né lyfja. Ökuferð hennar kemst engu að síður í metabækurnar fyrir frumleg endalok. Það er hálfgerð synd að ekki náðust lifandi myndir af þessu magnaða atviki. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent
Á laugardaginn fyrir páska endaði ökuferð konu einnar í Tennessee í Bandaríkjunum svona og er erfitt að ímynda sér hvernig bíll hennar gat endað í nokkra metra hæð flæktur í rafmagnslínur. Ástæða þess er að framdrifsbíll hennar rann á vegrið sem tengdist víravirki og framhjól bílsins hafa náð taki á vírunum, framhjólin snúist um vírana og með því spólaðist bíllinn upp í þessa hæð. Hún þurfti að dúsa í bíl sínum eftir atvikið í tvær klukkustundir uns bílnum var náð niður. Konunni varð ekki meint af þessari athygliverðu ökuferð og hún var ekki undir áhrifum víns né lyfja. Ökuferð hennar kemst engu að síður í metabækurnar fyrir frumleg endalok. Það er hálfgerð synd að ekki náðust lifandi myndir af þessu magnaða atviki.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent