Körfuboltakvöld: Skagfirsk sveifla í Síkinu | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2016 11:45 Tindastóll tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með stæl þegar þeir unnu stórsigur, 98-68, á Keflavík í Síkinu á mánudagskvöldið. Eins og tölurnar gefa til kynna höfðu Stólarnir mikla yfirburði í leiknum og hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Keflvíkinga. Í Domino's Körfuboltakvöldi í gær var farið yfir þennan stórsigur Stólanna sem unnu einvígið 3-1. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson, voru mjög hrifnir af frammistöðu Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Stólanna í leiknum í fyrradag. „Helgi var besti leikmaður Tindastóls í leiknum,“ sagði Fannar og fór síðan yfir varnartaktík Stólanna. „Þeir vísa þeim alltaf niður á endalínu og eru ekki að opna miðjuna. Það þýðir að þú hefur miklu minna pláss til að athafna þig eftir að þú ert kominn niður á endalínu. Það er alltaf meira pláss í miðjunni.“ Sérfræðingarnir fóru einnig yfir frammistöðu ungu strákanna í Tindastólsliðinu, Péturs Rúnars Birgissonar og Viðar Ágústssonar, sem áttu frábæran leik þrátt fyrir að hafa lent í bílveltu nokkrum dögum áður. „Hann [Pétur] tók smá dýfu í vetur en svo er bara eins og hann hafi verið á Kanarí í þrjár vikur og komið til baka, endurnærður, fullur af D-vítamíni og klár í slaginn. Hann hefur verið stórkostlegur á báðum endum vallarins,“ sagði Jón Halldór og sneri talinu að Viðari: „Ég get ekki hætt að dást að þessum dreng [Viðari]. Þessi gæji hefur flogið undir radarinn í vetur en varnarlega er hann asnalega góður. Hann er með þetta allt. Sjáðu hvað Costa [þjálfari Tindastóls] gerir: hann lætur hann dekka besta manninn í hinu liðinu.“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með stæl þegar þeir unnu stórsigur, 98-68, á Keflavík í Síkinu á mánudagskvöldið. Eins og tölurnar gefa til kynna höfðu Stólarnir mikla yfirburði í leiknum og hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Keflvíkinga. Í Domino's Körfuboltakvöldi í gær var farið yfir þennan stórsigur Stólanna sem unnu einvígið 3-1. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson, voru mjög hrifnir af frammistöðu Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Stólanna í leiknum í fyrradag. „Helgi var besti leikmaður Tindastóls í leiknum,“ sagði Fannar og fór síðan yfir varnartaktík Stólanna. „Þeir vísa þeim alltaf niður á endalínu og eru ekki að opna miðjuna. Það þýðir að þú hefur miklu minna pláss til að athafna þig eftir að þú ert kominn niður á endalínu. Það er alltaf meira pláss í miðjunni.“ Sérfræðingarnir fóru einnig yfir frammistöðu ungu strákanna í Tindastólsliðinu, Péturs Rúnars Birgissonar og Viðar Ágústssonar, sem áttu frábæran leik þrátt fyrir að hafa lent í bílveltu nokkrum dögum áður. „Hann [Pétur] tók smá dýfu í vetur en svo er bara eins og hann hafi verið á Kanarí í þrjár vikur og komið til baka, endurnærður, fullur af D-vítamíni og klár í slaginn. Hann hefur verið stórkostlegur á báðum endum vallarins,“ sagði Jón Halldór og sneri talinu að Viðari: „Ég get ekki hætt að dást að þessum dreng [Viðari]. Þessi gæji hefur flogið undir radarinn í vetur en varnarlega er hann asnalega góður. Hann er með þetta allt. Sjáðu hvað Costa [þjálfari Tindastóls] gerir: hann lætur hann dekka besta manninn í hinu liðinu.“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira