Bjarni segir ríkisstjórnina beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 15:24 Bjarni Benediktsson. Vísir/Anton Brink „Stjórnarandstaðan stendur sameinuð á bak við þessa tillögu og miðað við þau orð sem margir háttvirtir þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið falla undanfarna daga er ljóst að margir þeirra styðja í hjarta sínu að strax verði boðað til kosninga. Þeir sjá, eins og við sjáum öll, gamalt vín, ekki einu sinni á nýjum belgjum, heldur eru belgirnir þeir sömu og áður.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hún sagði viðbrögð stjórnarflokkanna við Wintris-málinu svokallaða ekki síður alvarleg en málið sjálft þar sem fyrstu viðbrögð hafi ekki falið í sér tilraun til að reyna að svara þeirri spurningu hvort það væri siðferðislega rétt og eðlilegt að eiga aflandsfélag. Þá hefðu viðbrögðin verið á þá leið að málið væri í mesta lagi óþægilegt. „Ég hef ekki heyrt marga fordæma það að ráðamenn eigi eignir í skattaskjólum. Hins vegar hef ég heyrt hæstvirtan forsætisráðherra tala um að það sé í raun og veru ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Katrín.Stórlega löskuð ríkisstjórn Hún sagði ekki mikla reisn yfir þessum viðbrögðum þó að einstaka þingmenn gangi nú fram og telja að þetta dugi ekki til. „En ég fagna þeim sem eru reiðubúnir að standa upp og segja það sem þeim býr í brjósti því ég trúi því ekki að öllum háttvirtum þingmönnum í þessum sal finnist þetta bara allt í lagi.“ Að mati Katrínar er ríkisstjórnin stórlega löskuð, hún gerir sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og er því ekki treystandi til að ljúka þeim verkefnum sem framundan eru. Hún lauk því ræðu sinni á þessum orðum: „Þingrof og kosningar strax!“„Við höfum hlustað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði stjórnarflokkanna hafa brugðist við Wintris-málinu og hlustað á kröfur þjóðarinnar. „Við höfum hlustað. Það gerist ekki fyrir tilviljun að forsætisráðherra ákveður að stíga til hliðar. Það gerist ekki fyrir tilviljun að stjórnarflokkar hér með vel ríflegan meirihluta ákveða að stytta kjörtímabilið. Það er verið að hlusta eftir því að virkja lýðræðið en á sama tíma erum við þeirrar skoðunar að það sé fyrir þjóðarhag að þetta þing skolist ekki bara niður í ræsið, málunum öllum hent í ruslafötuna [...],“ sagði Bjarni. Hann sagði ekkert óeðlilegt við það að menn væru ósáttir eða ósammála um þá lausn stjórnarflokkana að mynda nýja ríkisstjórn og boða ekki til kosninga strax. „Í þeirri stöðu sem hefur skapast þá er er engin lausn hafin yfir gagnrýni. Það er ekkert einfalt að framkvæma lýðræðið. Menn hafa talað um það á hverju ári síðan 2008 að við þurfum að gera það sem endurheimtir traustið. En þurfa ekki flestir flokkar að horfast í augu við það að það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel?“Ekki ágreiningur um að það þurfi að virkja lýðræðið Bjarni sagði að svar stjórnarflokkanna við þeirri stöðu sem nú væri uppi væri að veita skýringar, svör og upplýsingar. „Og við viljum beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann. Mig langar til að koma því að hér í lok ræðu minnar að það er ekki ágreiningur um það að það þurfi að virkja lýðræðið, það er einungis ágreiningur um það hvort það gerist í maí eða september eða október.“ Þá sagði Bjarni annan ágreining hefðbundinn á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Hann er bara hefðbundin um störf Alþingis og hefur ekkert með þetta lekamál frá Panama að gera.“ Alþingi Tengdar fréttir „Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Stjórnarandstaðan stendur sameinuð á bak við þessa tillögu og miðað við þau orð sem margir háttvirtir þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið falla undanfarna daga er ljóst að margir þeirra styðja í hjarta sínu að strax verði boðað til kosninga. Þeir sjá, eins og við sjáum öll, gamalt vín, ekki einu sinni á nýjum belgjum, heldur eru belgirnir þeir sömu og áður.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hún sagði viðbrögð stjórnarflokkanna við Wintris-málinu svokallaða ekki síður alvarleg en málið sjálft þar sem fyrstu viðbrögð hafi ekki falið í sér tilraun til að reyna að svara þeirri spurningu hvort það væri siðferðislega rétt og eðlilegt að eiga aflandsfélag. Þá hefðu viðbrögðin verið á þá leið að málið væri í mesta lagi óþægilegt. „Ég hef ekki heyrt marga fordæma það að ráðamenn eigi eignir í skattaskjólum. Hins vegar hef ég heyrt hæstvirtan forsætisráðherra tala um að það sé í raun og veru ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Katrín.Stórlega löskuð ríkisstjórn Hún sagði ekki mikla reisn yfir þessum viðbrögðum þó að einstaka þingmenn gangi nú fram og telja að þetta dugi ekki til. „En ég fagna þeim sem eru reiðubúnir að standa upp og segja það sem þeim býr í brjósti því ég trúi því ekki að öllum háttvirtum þingmönnum í þessum sal finnist þetta bara allt í lagi.“ Að mati Katrínar er ríkisstjórnin stórlega löskuð, hún gerir sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og er því ekki treystandi til að ljúka þeim verkefnum sem framundan eru. Hún lauk því ræðu sinni á þessum orðum: „Þingrof og kosningar strax!“„Við höfum hlustað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði stjórnarflokkanna hafa brugðist við Wintris-málinu og hlustað á kröfur þjóðarinnar. „Við höfum hlustað. Það gerist ekki fyrir tilviljun að forsætisráðherra ákveður að stíga til hliðar. Það gerist ekki fyrir tilviljun að stjórnarflokkar hér með vel ríflegan meirihluta ákveða að stytta kjörtímabilið. Það er verið að hlusta eftir því að virkja lýðræðið en á sama tíma erum við þeirrar skoðunar að það sé fyrir þjóðarhag að þetta þing skolist ekki bara niður í ræsið, málunum öllum hent í ruslafötuna [...],“ sagði Bjarni. Hann sagði ekkert óeðlilegt við það að menn væru ósáttir eða ósammála um þá lausn stjórnarflokkana að mynda nýja ríkisstjórn og boða ekki til kosninga strax. „Í þeirri stöðu sem hefur skapast þá er er engin lausn hafin yfir gagnrýni. Það er ekkert einfalt að framkvæma lýðræðið. Menn hafa talað um það á hverju ári síðan 2008 að við þurfum að gera það sem endurheimtir traustið. En þurfa ekki flestir flokkar að horfast í augu við það að það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel?“Ekki ágreiningur um að það þurfi að virkja lýðræðið Bjarni sagði að svar stjórnarflokkanna við þeirri stöðu sem nú væri uppi væri að veita skýringar, svör og upplýsingar. „Og við viljum beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann. Mig langar til að koma því að hér í lok ræðu minnar að það er ekki ágreiningur um það að það þurfi að virkja lýðræðið, það er einungis ágreiningur um það hvort það gerist í maí eða september eða október.“ Þá sagði Bjarni annan ágreining hefðbundinn á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Hann er bara hefðbundin um störf Alþingis og hefur ekkert með þetta lekamál frá Panama að gera.“
Alþingi Tengdar fréttir „Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19