Charlize Theron í Fast & Furious 8 Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 09:47 Charlize Theron. Leikkonan Charlize Theron hefur verið fengin í leikaralið Fast & Furious 8 myndarinnar sem nú er verið að taka upp að hluta hér á landi. Charlize Theron er ekki óvön því að leika í bílamyndum þar sem hún lék einnig í Mad Max: Fury Road sem sýnd var á síðasta ári. Þar vildi margir meina að hún hefði stolið senunni. Í Fast & Furious mun hún leika einhverskonar ótukt. Ekki er vitað til þess að hún muni leika sitt hlutverk hér á landi, enda væri hún þá líklega á landinu nú. Fast & Furious 8 myndin verður frumsýnd 14. apríl á næsta ári, eftir ríflega eitt ár. Vin Diesel, einn aðalleikari myndanna, hefur sagt að áttunda myndin sé sú fyrsta í þríleik og verða myndirnar þá orðnar tíu talsins. Charlize Theron lék í myndinni Promotheus sem tekin var upp að hluta hér á landi og kom til landsins þá þess vegna. Charlize Theron er frá S-Afríku og er 40 ára. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Leikkonan Charlize Theron hefur verið fengin í leikaralið Fast & Furious 8 myndarinnar sem nú er verið að taka upp að hluta hér á landi. Charlize Theron er ekki óvön því að leika í bílamyndum þar sem hún lék einnig í Mad Max: Fury Road sem sýnd var á síðasta ári. Þar vildi margir meina að hún hefði stolið senunni. Í Fast & Furious mun hún leika einhverskonar ótukt. Ekki er vitað til þess að hún muni leika sitt hlutverk hér á landi, enda væri hún þá líklega á landinu nú. Fast & Furious 8 myndin verður frumsýnd 14. apríl á næsta ári, eftir ríflega eitt ár. Vin Diesel, einn aðalleikari myndanna, hefur sagt að áttunda myndin sé sú fyrsta í þríleik og verða myndirnar þá orðnar tíu talsins. Charlize Theron lék í myndinni Promotheus sem tekin var upp að hluta hér á landi og kom til landsins þá þess vegna. Charlize Theron er frá S-Afríku og er 40 ára.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent