Segir Gylfa að fara oftar út fyrir skólalóðina Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. apríl 2016 14:08 Gylfi og Brynjar eru ósammála um hvort það skipti máli hver sé við stjórnvölinn þegar komi að afnámum gjaldeyrishafta. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32