Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þurfti að koma heim nokkrum dögum á undan áætlun vegna þess ástands sem nú ríkir í stjórnmálunum hér á landi en hann var í opinberri heimsókn á Indlandi.
Gunnar Bragi kom síðdegis í gær en eins og greint var frá á Vísi í morgun mun hann láta af starfi utanríkisráðherra í dag og taka við sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og fráfarandi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn en hún verður utanþingsráðherra í ríkisstjórninni.

