Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 11:41 Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á. Vísir/Pjetur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir trúnaðarbrest milli stjórnmálamanna og almennings í kjölfar uppljóstrunar um eigur Íslendinga í skattaskjólum enn til staðar. Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, segir að skoða þurfi siðareglur þingmanna og hagsmunaskráningu vegna málsins. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Katrín sagði í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við umfjöllun um skattaskjól Íslendinga, meðal annarra fráfarandi forsætisráðherra, ekki hafa verið þau að fordæma þá staðreynd að Íslendingar virðist eiga heimsmet í eignum í skattaskjólum. Á þessu þurfi að taka. „Hæstvirtur forsætisráðherra sagði hinsvegar þegar hann var spurður að það væri auðvitað talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Katrín og átti við Sigurð Inga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda áfram að verja heimsmet Íslendinga eða ætlar hann að taka upp aðra stefnu í þessu máli?“ Sigurður Ingi sagði í svari sínu meðal annars að hann væri ekki enn orðinn forsætisráðherra. Sá fjöldi Íslendinga sem hefði kosið að setja eignir sína á lágskattasvæði væri vissulega fordæmalaus en ekkert væri að því að gera það á réttan og löglegan hátt. Það væri hinsvegar verulega í ólagi að gera það ólöglega og sagðist Sigurður Ingi vilja taka tækifærið til að hvetja alla þá sem slíkt gera að koma heim peninga sína og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það þurfi sömuleiðis að fara yfir það á þingi hvort lagaumhverfið sé nægilega gott hvað það varðar. „Við þurfum öll hér inni að axla þá ábyrgð. Það er mín skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég biðst forláts á því að kalla hæstvirtan atvinnuvegaráðherra forsætisráðherra en það er erfitt að átta sig á ráðherraskipan í þessari ríkisstjórn,“ sagði Katrín meðal annars síðar. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gerði siðareglur þingmanna að umræðuefni í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga og spurði hvernig þeim málum yrði háttað í ríkisstjórn hans. „Mig langar til að spyrja út í fílinn í stofunni,“ sagði Óttarr. Við erum hér samankomin í kjölfar algjörs siðrofs í íslenskum stjórnmálum. Þessir dagar hafa verið algjör farsi sem náði hámarki í gærkvöldi með leikriti í stigagangi Alþingisshússins.“ Hann sagði mikla reiði enn í garð ráðamanna hjá almenningi vegna þess. „Því vil ég spyrja, í nýrri útgáfu af ríkisstjórn, hvernig hyggst ráðherra haga málum siðareglna ráðherra? Hvernig mun hann ganga á eftir því að ráðherrar muni sinna þeim málum?“ Sigurður Ingi segir það þurfa að vera skýrt fyrir hvað slíkar reglur standi. Hagsmunaskrá Alþingismanna sé til að mynda ekki nægilega skýr. „Varðandi siðareglur, þá er augljóst að eitt af þeim verkum sem við þurfum að ráðast í sé hvort að sú skráning sé rétt og hvort þær reglur séu nægilega skýrar,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég held að þetta sé eitt af þeim verkefnum sem við verðum að nálgast af auðmýkt.“ Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir trúnaðarbrest milli stjórnmálamanna og almennings í kjölfar uppljóstrunar um eigur Íslendinga í skattaskjólum enn til staðar. Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, segir að skoða þurfi siðareglur þingmanna og hagsmunaskráningu vegna málsins. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Katrín sagði í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við umfjöllun um skattaskjól Íslendinga, meðal annarra fráfarandi forsætisráðherra, ekki hafa verið þau að fordæma þá staðreynd að Íslendingar virðist eiga heimsmet í eignum í skattaskjólum. Á þessu þurfi að taka. „Hæstvirtur forsætisráðherra sagði hinsvegar þegar hann var spurður að það væri auðvitað talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Katrín og átti við Sigurð Inga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda áfram að verja heimsmet Íslendinga eða ætlar hann að taka upp aðra stefnu í þessu máli?“ Sigurður Ingi sagði í svari sínu meðal annars að hann væri ekki enn orðinn forsætisráðherra. Sá fjöldi Íslendinga sem hefði kosið að setja eignir sína á lágskattasvæði væri vissulega fordæmalaus en ekkert væri að því að gera það á réttan og löglegan hátt. Það væri hinsvegar verulega í ólagi að gera það ólöglega og sagðist Sigurður Ingi vilja taka tækifærið til að hvetja alla þá sem slíkt gera að koma heim peninga sína og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það þurfi sömuleiðis að fara yfir það á þingi hvort lagaumhverfið sé nægilega gott hvað það varðar. „Við þurfum öll hér inni að axla þá ábyrgð. Það er mín skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég biðst forláts á því að kalla hæstvirtan atvinnuvegaráðherra forsætisráðherra en það er erfitt að átta sig á ráðherraskipan í þessari ríkisstjórn,“ sagði Katrín meðal annars síðar. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gerði siðareglur þingmanna að umræðuefni í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga og spurði hvernig þeim málum yrði háttað í ríkisstjórn hans. „Mig langar til að spyrja út í fílinn í stofunni,“ sagði Óttarr. Við erum hér samankomin í kjölfar algjörs siðrofs í íslenskum stjórnmálum. Þessir dagar hafa verið algjör farsi sem náði hámarki í gærkvöldi með leikriti í stigagangi Alþingisshússins.“ Hann sagði mikla reiði enn í garð ráðamanna hjá almenningi vegna þess. „Því vil ég spyrja, í nýrri útgáfu af ríkisstjórn, hvernig hyggst ráðherra haga málum siðareglna ráðherra? Hvernig mun hann ganga á eftir því að ráðherrar muni sinna þeim málum?“ Sigurður Ingi segir það þurfa að vera skýrt fyrir hvað slíkar reglur standi. Hagsmunaskrá Alþingismanna sé til að mynda ekki nægilega skýr. „Varðandi siðareglur, þá er augljóst að eitt af þeim verkum sem við þurfum að ráðast í sé hvort að sú skráning sé rétt og hvort þær reglur séu nægilega skýrar,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég held að þetta sé eitt af þeim verkefnum sem við verðum að nálgast af auðmýkt.“
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20