Vilhjálmur útskýrði að hann væri einfaldlega ekkert fyrir pítsur og gat ekki hugsað sér að vera inni í fundarherberginu vegna þess hve mikil pítsulykt væri þar. Af þeim sökum ætlaði hann í mötuneytið á Alþingi á meðan þar sem annars konar mat væri að finna.
Bjarni Benediktsson notaði tækifærið og tísti mynd af pítsu sem hann segir fulltrúa stjórnarandstöðunnar hafa borðað. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna voru kallaðir á fund flokksins fyrr í kvöld. Myndina má sjá að neðan.
Fundir Framsóknar annars vegar og Sjálfstæðisflokks hins vegar hófust klukkan 18:45. Ekkert liggur fyrir um hvenær fundunum lýkur.
Fyrr í kvöld mætti Jón Gunnarsson, flokksbróðir Vilhjálms, klyfjaður pítsum í þinghúsið. Telja sumir það benda til þess að von sé á löngum fundarhöldum en aðrir benda á að margir hafi einfaldlega misst af kvöldmatnum heima hjá sér.
stjórnarandstaðan tætti í sig eina pizzuna sem Jón Gunn færði í þinghúsið pic.twitter.com/aHVFwuPDg8
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) April 6, 2016