Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 15:07 Ýmsir á Facebook meta það svo að Ólafur Ragnar hafi rassskellt Sigmund Davíð, og tekið hann í kennslustund þegar hann neitaði honum um heimild til þingrofs. Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“ Panama-skjölin Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“
Panama-skjölin Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira