„Köstum ekki dómurum í hafið fyrir ein mistök“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2016 12:30 Dómaratríóið í leiknum í gær. Rögnvaldur er lengst til vinstri. Vísir/Ernir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að það beri ekki að refsa dómurum fyrir ein mistök þó þau kynnu að vera afdrifarík. Spekingarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport gagnrýndu Rögnvald Hreiðarsson, dómara, fyrir mistök sem hann gerði í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudag. Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ Rögnvaldur sá ekki þegar Haukur Helgi Pálsson fór út af þegar hann var að bjarga boltanum eftir misheppnað innkast Njarðvíkur. En í stað þess að dæma Stjörnumönnum boltann fengu Njarðvíkingar hann og tryggðu sér 79-75 sigur. „Það eru allir sammála um að hann gerði mistök í lok þess leiks. Það viðurkennir hann manna fyrstur,“ sagði Rúnar Birgir við Vísi í dag.Í Körfuboltakvöldi í gær, eftir leik KR og Njarðvíkur, var gagnrýnt að Rögnvaldur hafi mætt strax í næsta leik þeirra grænklæddu til að dæma. „Rögnvaldur er mannlegur eins og aðrir. En þarna er um reyndan dómara að ræða sem hefur verið afar vel liðinn af félögunum. Þó menn geri ein mistök þá hendum við mönnum ekki í hafið fyrir það.“ Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik Rúnar Birgir segir að það sé álitamál hvort að það sé hollt að dómarar dæmi strax eftir að svona mál eða stígi til hliðar. Hann rifjar upp atvik sem hann lenti sjálfur í þegar hann var dómari í Danmörku. „Ég gerði mistök og átti að dæma fljótlega aftur. Ég var tekinn af leiknum og það fannst mér óþægilegt. En það er bara eitt sjónarmið af mörgum og ég skil umræðuna.“ „Umræðan innan dómaraforystunnar og dómarahópsins hefur verið mikil en það er ljóst að ef Rögnvaldur hefði ekki dæmt leikinn í gær hefði hann dæmt þann næsta.“Dómarar ósammála um lokasókn Njarðvíkur Rögnvaldur var svo aftur í brennideplinum í gær. Hann dæmdi ekki fót á Helga Má Magnússon sem náði að vinna boltann af Hauki Helga Pálssyni, Njarðvíkingi, undir lok síðari framlengingar leiksins. Sjá einnig: Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum „Það er matsatriði fram í rauðan dauðann. Við höfum rætt þetta mikið innan dómarahópsins og það eru einfaldlega ekki allir sammála um þetta,“ sagði Rúnar Birgir.„Eins og kemur fram í reglunum [sem má lesa hér fyrir neðan] þá snýst þetta um túlkun á því hvort að hreyfing Helga Más hafi verið eðlileg eða ekki. Það er mat hvers dómara.“Hér má sjá regluna: „Leikmaður skal ekki hlaupa með knöttinn, sparka honum viljandi eða hindra för hans með hvaða hluta fótarins sem er eða kýla hann með hnefa. Hins vegar er það ekki leikbrot að snerta knött með fæti óviljandi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55 Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að það beri ekki að refsa dómurum fyrir ein mistök þó þau kynnu að vera afdrifarík. Spekingarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport gagnrýndu Rögnvald Hreiðarsson, dómara, fyrir mistök sem hann gerði í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudag. Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ Rögnvaldur sá ekki þegar Haukur Helgi Pálsson fór út af þegar hann var að bjarga boltanum eftir misheppnað innkast Njarðvíkur. En í stað þess að dæma Stjörnumönnum boltann fengu Njarðvíkingar hann og tryggðu sér 79-75 sigur. „Það eru allir sammála um að hann gerði mistök í lok þess leiks. Það viðurkennir hann manna fyrstur,“ sagði Rúnar Birgir við Vísi í dag.Í Körfuboltakvöldi í gær, eftir leik KR og Njarðvíkur, var gagnrýnt að Rögnvaldur hafi mætt strax í næsta leik þeirra grænklæddu til að dæma. „Rögnvaldur er mannlegur eins og aðrir. En þarna er um reyndan dómara að ræða sem hefur verið afar vel liðinn af félögunum. Þó menn geri ein mistök þá hendum við mönnum ekki í hafið fyrir það.“ Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik Rúnar Birgir segir að það sé álitamál hvort að það sé hollt að dómarar dæmi strax eftir að svona mál eða stígi til hliðar. Hann rifjar upp atvik sem hann lenti sjálfur í þegar hann var dómari í Danmörku. „Ég gerði mistök og átti að dæma fljótlega aftur. Ég var tekinn af leiknum og það fannst mér óþægilegt. En það er bara eitt sjónarmið af mörgum og ég skil umræðuna.“ „Umræðan innan dómaraforystunnar og dómarahópsins hefur verið mikil en það er ljóst að ef Rögnvaldur hefði ekki dæmt leikinn í gær hefði hann dæmt þann næsta.“Dómarar ósammála um lokasókn Njarðvíkur Rögnvaldur var svo aftur í brennideplinum í gær. Hann dæmdi ekki fót á Helga Má Magnússon sem náði að vinna boltann af Hauki Helga Pálssyni, Njarðvíkingi, undir lok síðari framlengingar leiksins. Sjá einnig: Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum „Það er matsatriði fram í rauðan dauðann. Við höfum rætt þetta mikið innan dómarahópsins og það eru einfaldlega ekki allir sammála um þetta,“ sagði Rúnar Birgir.„Eins og kemur fram í reglunum [sem má lesa hér fyrir neðan] þá snýst þetta um túlkun á því hvort að hreyfing Helga Más hafi verið eðlileg eða ekki. Það er mat hvers dómara.“Hér má sjá regluna: „Leikmaður skal ekki hlaupa með knöttinn, sparka honum viljandi eða hindra för hans með hvaða hluta fótarins sem er eða kýla hann með hnefa. Hins vegar er það ekki leikbrot að snerta knött með fæti óviljandi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55 Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30
Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00