Matt LeBlanc næstum ók yfir ljósmyndara Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:30 Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent