Sérsveitin var kölluð að heimili Sigmundar Davíðs Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2016 12:55 Ljósmynd sem blaðamenn Aftenposten tóku af Sigmundi Davíð forsætisráðherra og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur við heimili þeirra í Garðabæ. Skjáskot af vef Aftenposten. Það var sérsveit ríkislögreglustjóra sem var kölluð út að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu hans í Garðabæ í gær vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten. Norsku blaðamennirnir höfðu reynt að ná tali af hjónunum vegna umfjöllunarinnar um Panama-skjölin. Biðu þeir eftir hjónunum við heimili þeirra í Garðabæ. Í frétt Aftenposten kom fram að Anna Sigurlaug hefði farið úr bílnum og sagt blaðamönnunum að þau vildu ekki veita viðtal vegna málsins.Sjá einnig: Lögregla mætti á heimili Sigmundar Davíðs vegna norskra blaðamannaSat í bílnum Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að haft hafi verið samband við sérsveit ríkislögreglustjóra vegna norsku blaðamanna sem voru við heimili forsætisráðherra og eiginkonu hans. Ef öryggi æðstu stjórnenda ríkisins er ógnað þá heyrir það undir embætti ríkislögreglustjóra, sem sérsveitin heyrir undir.Ekki hlutverk lögreglu að vernda ráðamenn fyrir spurningum fjölmiðla Jón Bjartmarz segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið mat lögreglu að öryggi forsætisráðherra eða eiginkonu hans hafi verið ógnað. Sérsveit ríkislögreglustjóri sendi bíl á staðinn samkvæmt verkferlum. Spurður hvort það teljist innan verksviðs embættis ríkislögreglustjóra að vernda ráðamenn fyrir spurningum fjölmiðla segir Jón Bjartmarz svo ekki vera. „Nei, það er ekki hlutverk lögreglu að vernda ráðamenn eða aðra fyrir spurningum fjölmiðla.“ Spurður hvort upplýsingar liggja fyrir hver það var sem kallaði til lögreglu þá vísar Jón Bjartmarz í reglur ríkislögreglustjóra um samskipti við lögreglu og fjölmiðla en samkvæmt þeim eru ekki gefnar upplýsingar um hver hafði samband við lögreglu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Það var sérsveit ríkislögreglustjóra sem var kölluð út að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu hans í Garðabæ í gær vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten. Norsku blaðamennirnir höfðu reynt að ná tali af hjónunum vegna umfjöllunarinnar um Panama-skjölin. Biðu þeir eftir hjónunum við heimili þeirra í Garðabæ. Í frétt Aftenposten kom fram að Anna Sigurlaug hefði farið úr bílnum og sagt blaðamönnunum að þau vildu ekki veita viðtal vegna málsins.Sjá einnig: Lögregla mætti á heimili Sigmundar Davíðs vegna norskra blaðamannaSat í bílnum Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að haft hafi verið samband við sérsveit ríkislögreglustjóra vegna norsku blaðamanna sem voru við heimili forsætisráðherra og eiginkonu hans. Ef öryggi æðstu stjórnenda ríkisins er ógnað þá heyrir það undir embætti ríkislögreglustjóra, sem sérsveitin heyrir undir.Ekki hlutverk lögreglu að vernda ráðamenn fyrir spurningum fjölmiðla Jón Bjartmarz segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið mat lögreglu að öryggi forsætisráðherra eða eiginkonu hans hafi verið ógnað. Sérsveit ríkislögreglustjóri sendi bíl á staðinn samkvæmt verkferlum. Spurður hvort það teljist innan verksviðs embættis ríkislögreglustjóra að vernda ráðamenn fyrir spurningum fjölmiðla segir Jón Bjartmarz svo ekki vera. „Nei, það er ekki hlutverk lögreglu að vernda ráðamenn eða aðra fyrir spurningum fjölmiðla.“ Spurður hvort upplýsingar liggja fyrir hver það var sem kallaði til lögreglu þá vísar Jón Bjartmarz í reglur ríkislögreglustjóra um samskipti við lögreglu og fjölmiðla en samkvæmt þeim eru ekki gefnar upplýsingar um hver hafði samband við lögreglu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15