Aukning bílasölu 36,9% í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 14:43 Bílasala hefst með krafti á fyrsta ársfjórðungi þó svo aukningin sé minni í mars en fyrstu tvo mánuði ársins. Aukning í nýskráningum fólksbíla í mars nam 36,9% samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.338 nýir fólksbílar í mars síðastliðnum á móti 977 á síðasta ári. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 31. mars hefur samtals aukist um 57,5% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 3.605 á móti 2.289 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 1.316 bíla. Því hefur hægt á aukningunni í mars miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Nýskráðir bílaleigubílar frá 1. janúar til 31. mars eru 1.488 stk. eða 41% af heildarnýskráningum. Sala á nýjum bílum er góð og hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki farið vel af stað með endurnýjun á bílum í ár. Einnig er mikil aukning í nýskráningum bílaleigubíla og hlutfall þeirra hátt í heildarskráningum. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent
Aukning í nýskráningum fólksbíla í mars nam 36,9% samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1.338 nýir fólksbílar í mars síðastliðnum á móti 977 á síðasta ári. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 31. mars hefur samtals aukist um 57,5% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 3.605 á móti 2.289 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 1.316 bíla. Því hefur hægt á aukningunni í mars miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Nýskráðir bílaleigubílar frá 1. janúar til 31. mars eru 1.488 stk. eða 41% af heildarnýskráningum. Sala á nýjum bílum er góð og hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki farið vel af stað með endurnýjun á bílum í ár. Einnig er mikil aukning í nýskráningum bílaleigubíla og hlutfall þeirra hátt í heildarskráningum.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent