Nýr jepplingur frá Maserati Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 10:15 Þessari mynd af Maserati Kubang hefur verið lekið út. Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir
Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir