Guðni og Guðrún voru komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 19:16 Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér. Bergþór Pálsson söngvari, Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og séra Vigfús Bjarni Albertsson eru allir hættir við forsetaframboð eftir ákvörðun forsetans í gær.Þú sagðir að þú teldir að það væru einhverjir aðrir Íslendingar sem væru jafn hæfir og þú til að gegna embættinu en er það ekki svo að þeir stíga mun síður fram og gefa kost á sér ef að þú ætlar að sitja áfram eða gefa kost á þér til endurkjörs? „Það hefur alltaf verið þannig í forsetakosningum á Íslandi að hver og einn sem stígur það alvarlega skref að gefa kost á sér til þessa embættis og leitar eftir umboði þjóðarinnar til að gegna þessu valdamikla embætti á örlagatímum, hann gerir það bara upp við sjálfan sig,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir þessi svör forsetans er engum vafa undirorpið að sú ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs hefur mikil áhrif á afstöðu annarra kandídata. Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Guðni var búinn að gera ráðstafanir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var að íhuga að gefa kost á sér og var raunar kominn á fullan skrið við undirbúning framboðs. Hann hafði gert ráðstafanir vegna sjónvarpsþátta um embætti forsetans og forsetakosningarnar, þar sem hann var viðmælandi, ef þátttaka hans hefði verið ósamrýmanleg framboði. Þá hafði verið til skoðunar að flýta útgáfu bókar hans um forsetaembættið, sem kemur út á næstunni hjá Forlaginu. Ljóst er að ákvörðun Ólafs breytir þessari stöðu. „Það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í gær. Hann hefur hins vegar ekki aftekið framboð með öllu. Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, hafði verið sterklega orðuð við forsetaframboð. Hún sagðist í samtali við fréttastofuna hafa stefnt að því að bjóða sig fram en í ljósi ákvörðunar forsetans í gær ætli hún að taka nokkra daga til að fara yfir stöðuna.Sjá má ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér. Bergþór Pálsson söngvari, Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og séra Vigfús Bjarni Albertsson eru allir hættir við forsetaframboð eftir ákvörðun forsetans í gær.Þú sagðir að þú teldir að það væru einhverjir aðrir Íslendingar sem væru jafn hæfir og þú til að gegna embættinu en er það ekki svo að þeir stíga mun síður fram og gefa kost á sér ef að þú ætlar að sitja áfram eða gefa kost á þér til endurkjörs? „Það hefur alltaf verið þannig í forsetakosningum á Íslandi að hver og einn sem stígur það alvarlega skref að gefa kost á sér til þessa embættis og leitar eftir umboði þjóðarinnar til að gegna þessu valdamikla embætti á örlagatímum, hann gerir það bara upp við sjálfan sig,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir þessi svör forsetans er engum vafa undirorpið að sú ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs hefur mikil áhrif á afstöðu annarra kandídata. Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Guðni var búinn að gera ráðstafanir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var að íhuga að gefa kost á sér og var raunar kominn á fullan skrið við undirbúning framboðs. Hann hafði gert ráðstafanir vegna sjónvarpsþátta um embætti forsetans og forsetakosningarnar, þar sem hann var viðmælandi, ef þátttaka hans hefði verið ósamrýmanleg framboði. Þá hafði verið til skoðunar að flýta útgáfu bókar hans um forsetaembættið, sem kemur út á næstunni hjá Forlaginu. Ljóst er að ákvörðun Ólafs breytir þessari stöðu. „Það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í gær. Hann hefur hins vegar ekki aftekið framboð með öllu. Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, hafði verið sterklega orðuð við forsetaframboð. Hún sagðist í samtali við fréttastofuna hafa stefnt að því að bjóða sig fram en í ljósi ákvörðunar forsetans í gær ætli hún að taka nokkra daga til að fara yfir stöðuna.Sjá má ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira