„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2016 06:00 Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu berjast um titilinn. Fréttablaðið/Stefán „Ég fæ ekkert samviskubit ef við vinnum. Hann er búinn að vinna bikarinn sinn í vetur og það verður að duga,“ segir Haukamaðurinn Finnur Atli Magnússon en hann mun mæta bróður sínum, Helga Má, og félögum hans í KR í úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla í kvöld. Það verða síðustu leikir á ferli Helga Más sem í kjölfarið flyst búferlum til Bandaríkjanna. „Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari en ég aðeins tvisvar þannig að það er gott að hann hætti í fjórum svo ég geti náð honum,“ bætir Finnur við. Helgi er eldri en Finnur og gerði honum lífið eflaust á stundum leitt er þeir voru yngri. „Eftir að hann var kominn upp í tvo metra þá hef ég lítið farið í það mál,“ segir Helgi léttur. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra fyrir bræðurna er sú staðreynd að þeir munu búa ofan í vasanum á hvor öðrum allt einvígið. Þeir eru báðir inni á hótel mömmu.Vísir„Ég er búinn að leigja íbúðina mína og er á leið utan á meðan Finnur og Helena, unnusta hans, eru í íbúðarleit. Þetta er samt allt í góðu. Við erum ekkert mikið að stríða hvor öðrum. Við höfum aldrei verið mikið í því,“ segir Helgi Már en Finnur Atli bendir á að það geti þó breyst snögglega. „Það veltur svolítið mikið á því hvernig fyrsti leikurinn fer. Þá þarf ég kannski að lemja aðeins í hnéð á honum eða bakið. Sjáum til,“ segir Finnur Atli og glottir. Móðir þeirra er þó ekki heima til þess að hugsa um strákana sína. Hún er í Washington með eiginkonu Helga og barnabörnum. Hver eldar þá? „Ég elda fyrir mig og Helenu en Helgi getur étið það sem úti frýs,“ segir Finnur Atli grjótharður og bætir við að Helgi geti hitað sér örbylgjurétti. Helgi Már segir að óneitanlega sé það bæði sérstakt og skemmtilegt að fá að glíma við bróður sinn í lokaleikjum ferilsins. „Þetta verður eftirminnilegt seinna meir. Nú er það bara KR og Haukar en það verður gaman að rifja það upp síðar að síðustu leikirnir hafi verið gegn Finni,“ segir Helgi Már og Finnur Atli tekur í sama streng.Visir/Stefán„Það er mjög gaman fyrir mig að spila gegn Helga sem og gegn mínu uppeldisfélagi. Ég sagði fyrir oddaleik KR og Njarðvíkur að ég vildi ekkert fá Njarðvík í úrslitum. Það fannst mér ekkert spennandi. Ég vildi fá KR þar sem Helgi er að klára ferilinn. Það er búið að spá KR titlinum frá því síðasta haust og það hefur ekkert breyst. KR er sigurstranglegra liðið en Haukar koma í úrslitaeinvígið á fljúgandi siglingu eftir að hafa skellt Tindastóli 3-1. „Við erum kannski með aðeins reyndara lið en með tilkomu Finns og sterka Kanans sem kom eftir áramót þá hefur það aðeins breyst hjá Haukunum. Við höfum ekki enn mætt þessu Haukaliði. Spiluðum við þá í janúar þegar illa gekk hjá þeim. Við eigum eftir að prufa þetta Haukalið og þeir hafa verið svakalega flottir eftir áramót,“ segir Helgi Már og Finnur Atli viðurkennir að sjálfstraustið sé mikið hjá Haukunum þessa dagana.Vísir„Okkur líður vel núna. Brandon Mobley tók sér smá tíma í að læra inn á boltann hérna en hefur verið mjög flottur upp á síðkastið og sérstaklega gegn Stólunum. Stólarnir reyndu að komast í hausinn á honum en hann hélt haus. Við höfum fulla trú á því að við getum unnið þetta,“ segir Finnur og bætir við að það henti Haukunum að vera talaðir niður. „Það héldu flestir að Þór myndi vinna okkur. Það héldu allir að Stólarnir myndu vinna okkur og Tindastólsmenn fögnuðu þegar ljóst var að þeir þyrftu ekki að fara í gegnum KR í undanúrslitunum. Þeir voru farnir að búa sig undir KR í úrslitunum. Við spiluðum vel og áttum skilið að fara áfram. Það er mikið sjálfstraust og það truflar okkur ekkert að fólk hafi ekki trú á okkur. Við vissum vel að við gætum þetta,“ segir Finnur Atli en KR er með reynsluna og þekkir þessa pressu. „Það er eðlilegt að fólk spái okkur titli enda erum við vel mannaðir. Við erum samt nýkomnir úr oddaleik þannig að það má ekki mikið út af bera. Það er pressa á okkur að vinna og við ætlum okkur að vinna. Að sama skapi berum við fulla virðingu fyrir þessu Haukaliði sem er verðskuldað komið í úrslit,“ segir Helgi Már. Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
„Ég fæ ekkert samviskubit ef við vinnum. Hann er búinn að vinna bikarinn sinn í vetur og það verður að duga,“ segir Haukamaðurinn Finnur Atli Magnússon en hann mun mæta bróður sínum, Helga Má, og félögum hans í KR í úrslitaeinvígi Domino’s-deildar karla í kvöld. Það verða síðustu leikir á ferli Helga Más sem í kjölfarið flyst búferlum til Bandaríkjanna. „Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari en ég aðeins tvisvar þannig að það er gott að hann hætti í fjórum svo ég geti náð honum,“ bætir Finnur við. Helgi er eldri en Finnur og gerði honum lífið eflaust á stundum leitt er þeir voru yngri. „Eftir að hann var kominn upp í tvo metra þá hef ég lítið farið í það mál,“ segir Helgi léttur. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra fyrir bræðurna er sú staðreynd að þeir munu búa ofan í vasanum á hvor öðrum allt einvígið. Þeir eru báðir inni á hótel mömmu.Vísir„Ég er búinn að leigja íbúðina mína og er á leið utan á meðan Finnur og Helena, unnusta hans, eru í íbúðarleit. Þetta er samt allt í góðu. Við erum ekkert mikið að stríða hvor öðrum. Við höfum aldrei verið mikið í því,“ segir Helgi Már en Finnur Atli bendir á að það geti þó breyst snögglega. „Það veltur svolítið mikið á því hvernig fyrsti leikurinn fer. Þá þarf ég kannski að lemja aðeins í hnéð á honum eða bakið. Sjáum til,“ segir Finnur Atli og glottir. Móðir þeirra er þó ekki heima til þess að hugsa um strákana sína. Hún er í Washington með eiginkonu Helga og barnabörnum. Hver eldar þá? „Ég elda fyrir mig og Helenu en Helgi getur étið það sem úti frýs,“ segir Finnur Atli grjótharður og bætir við að Helgi geti hitað sér örbylgjurétti. Helgi Már segir að óneitanlega sé það bæði sérstakt og skemmtilegt að fá að glíma við bróður sinn í lokaleikjum ferilsins. „Þetta verður eftirminnilegt seinna meir. Nú er það bara KR og Haukar en það verður gaman að rifja það upp síðar að síðustu leikirnir hafi verið gegn Finni,“ segir Helgi Már og Finnur Atli tekur í sama streng.Visir/Stefán„Það er mjög gaman fyrir mig að spila gegn Helga sem og gegn mínu uppeldisfélagi. Ég sagði fyrir oddaleik KR og Njarðvíkur að ég vildi ekkert fá Njarðvík í úrslitum. Það fannst mér ekkert spennandi. Ég vildi fá KR þar sem Helgi er að klára ferilinn. Það er búið að spá KR titlinum frá því síðasta haust og það hefur ekkert breyst. KR er sigurstranglegra liðið en Haukar koma í úrslitaeinvígið á fljúgandi siglingu eftir að hafa skellt Tindastóli 3-1. „Við erum kannski með aðeins reyndara lið en með tilkomu Finns og sterka Kanans sem kom eftir áramót þá hefur það aðeins breyst hjá Haukunum. Við höfum ekki enn mætt þessu Haukaliði. Spiluðum við þá í janúar þegar illa gekk hjá þeim. Við eigum eftir að prufa þetta Haukalið og þeir hafa verið svakalega flottir eftir áramót,“ segir Helgi Már og Finnur Atli viðurkennir að sjálfstraustið sé mikið hjá Haukunum þessa dagana.Vísir„Okkur líður vel núna. Brandon Mobley tók sér smá tíma í að læra inn á boltann hérna en hefur verið mjög flottur upp á síðkastið og sérstaklega gegn Stólunum. Stólarnir reyndu að komast í hausinn á honum en hann hélt haus. Við höfum fulla trú á því að við getum unnið þetta,“ segir Finnur og bætir við að það henti Haukunum að vera talaðir niður. „Það héldu flestir að Þór myndi vinna okkur. Það héldu allir að Stólarnir myndu vinna okkur og Tindastólsmenn fögnuðu þegar ljóst var að þeir þyrftu ekki að fara í gegnum KR í undanúrslitunum. Þeir voru farnir að búa sig undir KR í úrslitunum. Við spiluðum vel og áttum skilið að fara áfram. Það er mikið sjálfstraust og það truflar okkur ekkert að fólk hafi ekki trú á okkur. Við vissum vel að við gætum þetta,“ segir Finnur Atli en KR er með reynsluna og þekkir þessa pressu. „Það er eðlilegt að fólk spái okkur titli enda erum við vel mannaðir. Við erum samt nýkomnir úr oddaleik þannig að það má ekki mikið út af bera. Það er pressa á okkur að vinna og við ætlum okkur að vinna. Að sama skapi berum við fulla virðingu fyrir þessu Haukaliði sem er verðskuldað komið í úrslit,“ segir Helgi Már.
Dominos-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira