Minnst 24 ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 07:00 „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi.“ Þetta sagði Kristján Eldjárn forseti í nýársávarpi sínu 1. janúar 1980 þegar hann tilkynnti þjóðinni að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs eftir þrjú kjörtímabil í embætti. Ólafur Ragnar Grímsson er ósammála þessu því hann tilkynnti í gær að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti. Heil kynslóð kjósenda þekkir ekkert annað en Ólaf sem forseta enda voru þeir sem nú eru í stúdentsprófum nýfæddir þegar hann náði kjöri. Forsetinn endurheimti hug og hjörtu stórs hluta þjóðarinnar með vasklegri framgöngu í Icesave-málinu þegar hann synjaði lögum tvisvar staðfestingar. Það var í bæði skiptin eðlileg beiting á málskotsréttinum í 26. gr. stjórnarskrárinnar. Gjá hafði myndast milli þings og þjóðar þegar löggjafinn samþykkti ríkisábyrgð á greiðslum til Breta og Hollendinga þegar engri slíkri ríkisábyrgð var til að dreifa í tilskipun um innistæðutryggingar. Forsetinn var líka fremstur meðal jafningja við að halda málstað Íslands á lofti í erlendum fjölmiðlum eftir bankahrunið. Framganga forsetans í þessum málum á stóran þátt í miklum stuðningi þjóðarinnar við hann í dag. Þessi mál hjálpuðu forsetanum að breiða yfir þá hörðu gagnrýni sem kom fram á störf hans í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir að forsetinn hafi gengið mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga. „Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi,“ segir þar í 8. bindi. Í yfirlýsingu forsetans í gær segir að í „umróti óvissu og mótmæla og í kjölfar nýliðinna atburða“ hafi fjöldi fólks víða úr þjóðfélaginu höfðað til skyldu hans, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Hvatt hann til að gefa kost á sér á ný og standa „áfram vaktina með fólkinu í landinu“. Svo virðist sem forsetinn telji sjálfan sig ómissandi vegna óvissu í stjórnmálunum. Í yfirlýsingunni segir hann að í hvatningum sem hann hafi fengið hafi „iðulega verið vísað til þess að eftir alþingiskosningarnar geti myndun nýrrar ríkisstjórnar reynst erfið og flókin.“ Forsetinn rökstuddi þetta ekki frekar en draga má þá ályktun af þessum orðum að forsetinn sé hinn sterki leiðtogi sem geti leitt þessar erfiðu stjórnarmyndunarviðræður til lykta. Hann sé kletturinn í hafinu, leiðarljós okkar í gegnum brimrót óvissunnar. Forsetinn er í senn gríðarlega vinsæll og afar umdeildur. Samkvæmt könnun MMR frá byrjun apríl sl. segjast 54,5 prósent bera mikið traust til hans. Aðeins Katrín Jakobsdóttir nýtur meira trausts meðal almennings (59,2 prósent) en þau tvö hafa yfirleitt verið í sérflokki þegar traust til stjórnmálamanna hefur verið mælt á undanförnum árum. Að þessu sögðu er ljóst að fáir eiga að óbreyttu möguleika á að sigra hann í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun
„Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi.“ Þetta sagði Kristján Eldjárn forseti í nýársávarpi sínu 1. janúar 1980 þegar hann tilkynnti þjóðinni að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs eftir þrjú kjörtímabil í embætti. Ólafur Ragnar Grímsson er ósammála þessu því hann tilkynnti í gær að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti. Heil kynslóð kjósenda þekkir ekkert annað en Ólaf sem forseta enda voru þeir sem nú eru í stúdentsprófum nýfæddir þegar hann náði kjöri. Forsetinn endurheimti hug og hjörtu stórs hluta þjóðarinnar með vasklegri framgöngu í Icesave-málinu þegar hann synjaði lögum tvisvar staðfestingar. Það var í bæði skiptin eðlileg beiting á málskotsréttinum í 26. gr. stjórnarskrárinnar. Gjá hafði myndast milli þings og þjóðar þegar löggjafinn samþykkti ríkisábyrgð á greiðslum til Breta og Hollendinga þegar engri slíkri ríkisábyrgð var til að dreifa í tilskipun um innistæðutryggingar. Forsetinn var líka fremstur meðal jafningja við að halda málstað Íslands á lofti í erlendum fjölmiðlum eftir bankahrunið. Framganga forsetans í þessum málum á stóran þátt í miklum stuðningi þjóðarinnar við hann í dag. Þessi mál hjálpuðu forsetanum að breiða yfir þá hörðu gagnrýni sem kom fram á störf hans í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir að forsetinn hafi gengið mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga. „Forsetinn beitti sér af krafti við að draga upp fegraða, drambsama og þjóðerniskennda mynd af yfirburðum Íslendinga sem byggðust á fornum arfi,“ segir þar í 8. bindi. Í yfirlýsingu forsetans í gær segir að í „umróti óvissu og mótmæla og í kjölfar nýliðinna atburða“ hafi fjöldi fólks víða úr þjóðfélaginu höfðað til skyldu hans, reynslu og ábyrgðar og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Hvatt hann til að gefa kost á sér á ný og standa „áfram vaktina með fólkinu í landinu“. Svo virðist sem forsetinn telji sjálfan sig ómissandi vegna óvissu í stjórnmálunum. Í yfirlýsingunni segir hann að í hvatningum sem hann hafi fengið hafi „iðulega verið vísað til þess að eftir alþingiskosningarnar geti myndun nýrrar ríkisstjórnar reynst erfið og flókin.“ Forsetinn rökstuddi þetta ekki frekar en draga má þá ályktun af þessum orðum að forsetinn sé hinn sterki leiðtogi sem geti leitt þessar erfiðu stjórnarmyndunarviðræður til lykta. Hann sé kletturinn í hafinu, leiðarljós okkar í gegnum brimrót óvissunnar. Forsetinn er í senn gríðarlega vinsæll og afar umdeildur. Samkvæmt könnun MMR frá byrjun apríl sl. segjast 54,5 prósent bera mikið traust til hans. Aðeins Katrín Jakobsdóttir nýtur meira trausts meðal almennings (59,2 prósent) en þau tvö hafa yfirleitt verið í sérflokki þegar traust til stjórnmálamanna hefur verið mælt á undanförnum árum. Að þessu sögðu er ljóst að fáir eiga að óbreyttu möguleika á að sigra hann í komandi kosningum.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun