Telur að Ólafur Ragnar myndi vinna forsetakosningar með annarri hendi Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2016 13:37 Ólafur Ragnar þegar hann ræddi við blaðamenn á Bessastöðum fyrir tæpum tveimur vikum. Vísir/Anton Brink Ef Ólafur Ragnar Grímsson myndi ákveða að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum í sumar væri hann með traust rúms helmings þjóðarinnar ef marka má skoðanakannanir. Í sögulegu samhengi hafa þeir sem borið hafa sigur úr býtum í forsetakosningum hérlendis oftast verið í andstöðu við ríkjandi stjórnvöld en stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki breyta nokkru hvar menn staðsetja Ólaf í pólitíkinni, hann muni eflaust ná endurkjöri ef hann býður sig fram. Eins og flestir vita hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan 16:15 í dag. Ekki er vitað hvert efni fundarins er og neitaði forsetaritarinn að gefa það upp þegar Vísir leitaðist eftir svörum um efni fundarins fyrir hádegi. Neitaði ritarinn jafnframt að útiloka hvort að efni fundarins varði framboðsmál forsetans. Sagði hann fundarefnið koma fram á fundinum sjálfum.Sjá einnig: Aukafréttatími Stöðvar 2 frá Bessastöðum Hefur þetta eðlilega verið uppspretta fjölda getgáta um framtíð Ólafs Ragnar og flestir sem vænta þess að hann muni gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi blaðamaður, bendir til að mynda á það á Facebook-síðu sinni að Ólafur Ragnar hafi boðað til blaðmannafundar árið 2007 án þess að gefa upp tilefni fundarins hafi komið í ljós á fundinum að það hafi verið vegna undirritunar viðskiptasamnings íslensks fyrirtækis í Kína. Þá boðaði Ólafur Ragnar til blaðamannafundar 9. júlí árið 2013 þar sem hann gaf ekki upp efni fundarins. Á fundinum tilkynnti hann að hann myndi samþykkja frumvarp um lækkun veiðigjalda.Framboð eða uppgjör vegna fundarins með Sigmundi Davíð Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir í samtali við Vísi að nokkrir möguleikar séu í stöðunni, en allt séu það getgátur. Annars vegar gæti blaðamannafundurinn tengst framboðsmálum Ólafs Ragnars en einnig gæti farið svo að Ólafur væri að boða til blaðamannafundar til að útskýra enn frekar hvers vegna hann hafnaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um að veita þingrofstillögu hans undirskrift á fundi þeirra á Bessastöðum þriðjudaginn 5. apríl síðastliðinn.Ólafur Ragnar hélt blaðamannafund eftir fund sinn með Sigmundi Davíð og útskýrði að hann hefði hvorki viljað skrifa undir tillögu Sigmundar Davíðs né veita loforð um að gera það síðar án þess að vita afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þess. Þá kom síðar í ljós að Sigmundur Davíð hafði heldur ekki ráðfært sig við eigin flokk áður en hann hélt á Bessastaði til fundar við forsetann.Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum.vísir/AntonSkotin flugu á milliSamdægurs barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem var áréttað að ekki hefði verið óskað formlega eftir samþykki Ólafs Ragnars fyrir þingrofstillögunni á fundinum á Bessastöðum. Því hafnaði Ólafur Ragnar í viðtali við fjölmiðla að kvöldi sama dags og sagði Sigmund Davíð hafa mætt til fundarins ásamt embættismönnum forsætisráðuneytisins með ríkisráðstöskuna sem er notuð til að bera skjöl sem afhenda á forsetanum til undirritunar.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, sagði síðar í svari við fyrirspurn Vísis að hvorki ríkisráðstaskan né vera embættismanna á Bessastöðum væri staðfesting á því að þingrofstillagan hefði verið borin formlega upp á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. Sagði Ragnhildur að beiðnin væri ekki formleg fyrr en forsætisráðherrann afhenti forsetanum undirritaða tillögu. Það gerðist ekki að sögn Ragnhildar.Ólafur og nálægðin við stjórnvöld Grétar Þór Eyþórsson vill þó meina að af þessum tveimur möguleikum sé framboð Ólafs Ragnars líklegra fundarefni en erfitt sé að fullyrða eitthvað um það. Því hefur verið haldið fram að í sögulegu samhengi hafi þeir frambjóðendur sem eru í andstöðu við ríkjandi stjórnvöld oftast haft sigur í forsetakosningum. Var Ólafur Ragnar til að mynda ekki beint talinn samherji Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar hann var kjörinn forseti árið 1996. Ólafur Ragnar hefur hins vegar nú verið talinn af mörgum guðfaðir þeirrar ríkisstjórnar sem Sigmundur Davíð fór fyrir en mögulega náð að mynda einhverja fjarlægð þegar hann hafnaði Sigmundi á Bessastöðum fyrir tæpum tveimur vikum. Væri þá að sama skapi hægt að segja að hann hafi með því náð að baka sér nokkrar vinsældir hjá Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hrósaði forsetanum fyrir þá framgöngu.Nýtur mikils trausts Grétar Þór Eyþórsson segir það nánast engu máli skipta hvernig menn reyni að skilgreina Ólaf Ragnar í pólitíkinni. „Ef hann færi fram núna þá myndi það ekki breyta nokkru, hvernig menn skilgreindu hann í pólitíkinni, hann myndi vinna það með annarri hendinni,“ segir Grétar í samtali við Vísi. Tölur úr skoðanakönnunum styðja þá staðhæfingu að einhverju leyti.MMR framkvæmdi nýlega skoðanakönnun þar sem traust almennings til forystufólks í pólitík var mælt. Þar naut Ólafur Ragnar trausts 54,5 prósenta þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var þar tæpum fjórum prósentu stigum ofar og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, 12,2 prósentum neðar. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir „Ólafur Ragnar hefur ákveðið að Kanye taki við embættinu“ Eða er tilefni fundarins stóra hjálmamálið? 18. apríl 2016 11:19 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Ef Ólafur Ragnar Grímsson myndi ákveða að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum í sumar væri hann með traust rúms helmings þjóðarinnar ef marka má skoðanakannanir. Í sögulegu samhengi hafa þeir sem borið hafa sigur úr býtum í forsetakosningum hérlendis oftast verið í andstöðu við ríkjandi stjórnvöld en stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki breyta nokkru hvar menn staðsetja Ólaf í pólitíkinni, hann muni eflaust ná endurkjöri ef hann býður sig fram. Eins og flestir vita hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan 16:15 í dag. Ekki er vitað hvert efni fundarins er og neitaði forsetaritarinn að gefa það upp þegar Vísir leitaðist eftir svörum um efni fundarins fyrir hádegi. Neitaði ritarinn jafnframt að útiloka hvort að efni fundarins varði framboðsmál forsetans. Sagði hann fundarefnið koma fram á fundinum sjálfum.Sjá einnig: Aukafréttatími Stöðvar 2 frá Bessastöðum Hefur þetta eðlilega verið uppspretta fjölda getgáta um framtíð Ólafs Ragnar og flestir sem vænta þess að hann muni gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi blaðamaður, bendir til að mynda á það á Facebook-síðu sinni að Ólafur Ragnar hafi boðað til blaðmannafundar árið 2007 án þess að gefa upp tilefni fundarins hafi komið í ljós á fundinum að það hafi verið vegna undirritunar viðskiptasamnings íslensks fyrirtækis í Kína. Þá boðaði Ólafur Ragnar til blaðamannafundar 9. júlí árið 2013 þar sem hann gaf ekki upp efni fundarins. Á fundinum tilkynnti hann að hann myndi samþykkja frumvarp um lækkun veiðigjalda.Framboð eða uppgjör vegna fundarins með Sigmundi Davíð Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir í samtali við Vísi að nokkrir möguleikar séu í stöðunni, en allt séu það getgátur. Annars vegar gæti blaðamannafundurinn tengst framboðsmálum Ólafs Ragnars en einnig gæti farið svo að Ólafur væri að boða til blaðamannafundar til að útskýra enn frekar hvers vegna hann hafnaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um að veita þingrofstillögu hans undirskrift á fundi þeirra á Bessastöðum þriðjudaginn 5. apríl síðastliðinn.Ólafur Ragnar hélt blaðamannafund eftir fund sinn með Sigmundi Davíð og útskýrði að hann hefði hvorki viljað skrifa undir tillögu Sigmundar Davíðs né veita loforð um að gera það síðar án þess að vita afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þess. Þá kom síðar í ljós að Sigmundur Davíð hafði heldur ekki ráðfært sig við eigin flokk áður en hann hélt á Bessastaði til fundar við forsetann.Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum.vísir/AntonSkotin flugu á milliSamdægurs barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem var áréttað að ekki hefði verið óskað formlega eftir samþykki Ólafs Ragnars fyrir þingrofstillögunni á fundinum á Bessastöðum. Því hafnaði Ólafur Ragnar í viðtali við fjölmiðla að kvöldi sama dags og sagði Sigmund Davíð hafa mætt til fundarins ásamt embættismönnum forsætisráðuneytisins með ríkisráðstöskuna sem er notuð til að bera skjöl sem afhenda á forsetanum til undirritunar.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, sagði síðar í svari við fyrirspurn Vísis að hvorki ríkisráðstaskan né vera embættismanna á Bessastöðum væri staðfesting á því að þingrofstillagan hefði verið borin formlega upp á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. Sagði Ragnhildur að beiðnin væri ekki formleg fyrr en forsætisráðherrann afhenti forsetanum undirritaða tillögu. Það gerðist ekki að sögn Ragnhildar.Ólafur og nálægðin við stjórnvöld Grétar Þór Eyþórsson vill þó meina að af þessum tveimur möguleikum sé framboð Ólafs Ragnars líklegra fundarefni en erfitt sé að fullyrða eitthvað um það. Því hefur verið haldið fram að í sögulegu samhengi hafi þeir frambjóðendur sem eru í andstöðu við ríkjandi stjórnvöld oftast haft sigur í forsetakosningum. Var Ólafur Ragnar til að mynda ekki beint talinn samherji Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar hann var kjörinn forseti árið 1996. Ólafur Ragnar hefur hins vegar nú verið talinn af mörgum guðfaðir þeirrar ríkisstjórnar sem Sigmundur Davíð fór fyrir en mögulega náð að mynda einhverja fjarlægð þegar hann hafnaði Sigmundi á Bessastöðum fyrir tæpum tveimur vikum. Væri þá að sama skapi hægt að segja að hann hafi með því náð að baka sér nokkrar vinsældir hjá Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hrósaði forsetanum fyrir þá framgöngu.Nýtur mikils trausts Grétar Þór Eyþórsson segir það nánast engu máli skipta hvernig menn reyni að skilgreina Ólaf Ragnar í pólitíkinni. „Ef hann færi fram núna þá myndi það ekki breyta nokkru, hvernig menn skilgreindu hann í pólitíkinni, hann myndi vinna það með annarri hendinni,“ segir Grétar í samtali við Vísi. Tölur úr skoðanakönnunum styðja þá staðhæfingu að einhverju leyti.MMR framkvæmdi nýlega skoðanakönnun þar sem traust almennings til forystufólks í pólitík var mælt. Þar naut Ólafur Ragnar trausts 54,5 prósenta þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var þar tæpum fjórum prósentu stigum ofar og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, 12,2 prósentum neðar.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir „Ólafur Ragnar hefur ákveðið að Kanye taki við embættinu“ Eða er tilefni fundarins stóra hjálmamálið? 18. apríl 2016 11:19 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Spennan magnast fyrir „Ólafur Ragnar hefur ákveðið að Kanye taki við embættinu“ Eða er tilefni fundarins stóra hjálmamálið? 18. apríl 2016 11:19
Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11