Matur

Belgískar vöfflur að hætti Evu Laufeyjar

Eva Laufey Kjaran skrifar
visir.is/evalaufey
Sunnudagsbaksturinn

Belgískar vöfflur með súkkulaðibitum og jarðarberjum 

ca. 10 stk (Mjög auðvelt að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina)

 

  • 2 bollar Kornax hveiti (ca. 5 dl)
  • 1 tsk lyftiduft 
  • 2 egg 
  • 1 tsk vanilla (extract eða sykur)
  • 3 msk sykur 
  • 1 bolli mjólk (2,5 dl)
  • 1 bolli AB mjólk (2,5 dl)
  • 3 msk ljós olía 
  • Smjör, til steikingar 

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnum saman í skál. 
  2. Pískið tvö egg, hellið mjólkinni, vanillu, ab mjólkinni og olíunni saman við.
  3. Blandið öllu vel saman og hitið vöfflujárnið. Smyrjið járnið með smjöri og steikið vöfflurnar þar til þær eru gullinbrúnar. 
  4. Berið vöfflurnar strax fram og þær eru gómsætar með súkkulaðibitum og jarðarberjum. Einnig er gott að rista nokkrar pekanhnetur og útbúa einfalda karamellusósu... sumsé, hægt er að bera vöfflurnar fram með öllu því sem ykkur lystir. 

Njótið vel. 

 








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.