Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 25-17 | Valur nældi í oddaleik Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 16. apríl 2016 00:07 vísir/andri marinó Valur tryggði sér oddaleik í rimmu sinni gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta með öruggum 25-17 sigri á heimavelli. Valur var 13-10 yfir í hálfleik. Valsstelpur mættu mjög ákveðnar til leiks í dag og var greinilegt að liðið var ekki tilbúið að fara í sumarfrí strax. Berglind Hansdóttir sem náði sér engan vegin á strik í fyrsta leiknum fór á kostum í markinu og Valur komst í 5-0. Þegar rúmur stundarfjórðungur var búinn af leiknum var staðan 10-3 og Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar búinn að taka tvö leikhlé. Fyrir framan Berglindi var vörn Vals í miklum ham og sóknarleikur liðsins til fyrirmyndar. Stjarnan beit þó aðeins frá sér og náði að minnka muninn í eitt mark. Vörn liðsins var mjög öflug á þessum kafla en að öðru leiti var hún ekki góð í leiknum. Valur náði að skora þrjú af fjórum síðustu mörkum fyrri hálfleiks og fór með þriggja marka forystu inn í seinni hálfleik. Framan af seinni hálfleik var munurinn tvö til fjögur mörk en er leið á seinni hálfleikinn náði Valur að auka forskotið á ný og vann að lokum mjög öruggan sigur. Stjarnan réð ekkert við frábæra vörn Vals og skipti engu máli þó Bryndís Elín Wöhler færi útaf með rautt spjald þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum en Bryndís hafði leikið mjög vel í leiknum bæði í vörn og sókn. Valsstelpur virtust hreinlega vilja sigurinn meira. Berglínd Íris Hansdóttir fór á kostum í markinu og snérist frammistað markvarðanna frá fyrsta leiknum því þá var Florentina Stanciu best á vellinum en Berglind náði sér ekki á strik. Nú gekk ekkert hjá Florentinu í markinu fyrir aftan hripleka vörnina. Kristín Guðmundsdóttir og Morgan Marie Þorkelsdóttir fóru mikinn í sókn Vals en Stjarnan þarf að leika mikið betri sókn í oddaleiknum á mánudag ætli liðið að slá Val út annað árið í röð. Kristín: Bæði lið ætla sér áfram„Það var 150% snúningur. Hver og einn horfði í eigin barm og léku mun betur. Það var ekki einn leikmaður sem stóð ekki fyrir sínu. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir mjög ánægð með viðsnúninginn frá fyrsta leiknum. Kristín var ómyrk í máli eftir leikinn í Garðabænum og talaði mikið um vörnina eftir þann leik. Vörn Vals var allt önnur í kvöld og réð Stjarnan ekkert við hana í leiknum. „Hann var þéttur og allir saman. Hann var ekki gatasigti eins og síðast. Þetta var allt annað. Við vorum meira á tánum og allir vakandi og tilbúnar í það sem kom,“ sagði Kristín um varnarleikinn í kvöld en hún var ekki síður ánægð með sóknarleikinn og þá ekki síst í byrjun leiks. „Ég held að fyrstu tíu mínúturnar hafi verið hálfgert met. Ég veit ekki hvar við vorum. Það voru allir að gera hlutina þvílíkt vel, drógu í sig manninn og gáfu sendingarnar á réttum tímum. Við náðum líka að keyra á þær í seinni bylgju. Svo hættum við því.“ Sóknarleikur Vals hikstaði þegar Stjarnan minnkar muninn úr 10-3 í 10-9 en að öðru leiti var hann góður nánast allan leikinn. „Þetta eru tvö jöfn lið þó það spái þeim allir sigri. Við spiluðum vel en þær koma dýrvitlausar í næsta leik eins og við munum gera. Bæði lið ætla sér áfram. Þetta eru hnífjöfn lið,“ sagði Kristín. Rakel: Fékk smá svima í byrjunÞað fór um áhorfendur sem og keppendur og alla þá sem í Valshöllinni voru í dag þegar Rakel Dögg Bragadóttir fékk skot í höfuðið í fyrri hálfleik. Í kjölfarið átti hún í vandræðum með að standa upp og var leidd útaf en engu að síður kom hún aftur inn á völlinn í seinni hálfleik. „Ég fékk boltann í höfuðið. Maður er auðvitað smeykur. Ég fékk smá svima í byrjun og fór útaf og tók mér góðan tíma,“ sagði Rakel Dögg um atvikið. „Ég er fín en svo kemur kannski meira í ljós á morgun hvort þetta hafi einhver áhrif á mig. „Maður verður að spila þetta skynsamlega. Þetta er mikið mikilvægara heldur en úrslitakeppnin þó ég leggi allt í sölurnar hér. Auðvitað hugsar maður fyrst og fremst um heilsuna.“ Stjarnan átti í miklum vandræðum gegn Val í kvöld og var nánast aldrei inni í leiknum fyrir utan einn góðan kafla í fyrri hálfleik. „Við vildum rosalega mikið vinna í dag en þá var eins og stemningin væri ekki með okkur. „Við byrjum hrikalega illa. Það er eins og við missum pínu sjálfstraustið. Við eigum erfitt með að skora og fáum mörk hratt í bakið. Það var eins og við værum að bíða eftir að þetta myndi hrökkva í gang. „Það gerðist ekki þó við kæmumst aðeins inn í leikinn en svo hrynur þetta aftur í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta allt of lélegur leikur hjá okkur. „Vörnin nær sér ekki á strik á þá verður Flóra óörugg fyrir aftan okkur og svo var sóknarleikurinn slakur. Það vantaði meiri skotógnun. Þær eru pödduflatar og þá opnast ekki mikið fyrir línuna. „Á móti svona liði eins og Val þá þarf vörnin að vera góð og maður þarf að ná þessum ódýru mörkum,“ sagði Rakel. Mjög miklar sviptingar hafa verið á milli leikjanna en reikna má með meiri spennu í oddaleiknum á mánudaginn þegar bæði lið munu gefa allt í verkefnið. „Það eru miklar sveiflur í þessu. Við tökum leikinn á miðvikudaginn frekar sannfærandi og þær sannfærandi í dag. Það er ekki að getumunurinn breytist allt í einu svona mikið á milli leikja. „Þetta snýst um að mæta klár í slaginn og það er klárt mál að þegar þú ert kominn í oddaleik að þá verður þú að mæta klár. Það verður að gerast.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Valur tryggði sér oddaleik í rimmu sinni gegn Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta með öruggum 25-17 sigri á heimavelli. Valur var 13-10 yfir í hálfleik. Valsstelpur mættu mjög ákveðnar til leiks í dag og var greinilegt að liðið var ekki tilbúið að fara í sumarfrí strax. Berglind Hansdóttir sem náði sér engan vegin á strik í fyrsta leiknum fór á kostum í markinu og Valur komst í 5-0. Þegar rúmur stundarfjórðungur var búinn af leiknum var staðan 10-3 og Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar búinn að taka tvö leikhlé. Fyrir framan Berglindi var vörn Vals í miklum ham og sóknarleikur liðsins til fyrirmyndar. Stjarnan beit þó aðeins frá sér og náði að minnka muninn í eitt mark. Vörn liðsins var mjög öflug á þessum kafla en að öðru leiti var hún ekki góð í leiknum. Valur náði að skora þrjú af fjórum síðustu mörkum fyrri hálfleiks og fór með þriggja marka forystu inn í seinni hálfleik. Framan af seinni hálfleik var munurinn tvö til fjögur mörk en er leið á seinni hálfleikinn náði Valur að auka forskotið á ný og vann að lokum mjög öruggan sigur. Stjarnan réð ekkert við frábæra vörn Vals og skipti engu máli þó Bryndís Elín Wöhler færi útaf með rautt spjald þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum en Bryndís hafði leikið mjög vel í leiknum bæði í vörn og sókn. Valsstelpur virtust hreinlega vilja sigurinn meira. Berglínd Íris Hansdóttir fór á kostum í markinu og snérist frammistað markvarðanna frá fyrsta leiknum því þá var Florentina Stanciu best á vellinum en Berglind náði sér ekki á strik. Nú gekk ekkert hjá Florentinu í markinu fyrir aftan hripleka vörnina. Kristín Guðmundsdóttir og Morgan Marie Þorkelsdóttir fóru mikinn í sókn Vals en Stjarnan þarf að leika mikið betri sókn í oddaleiknum á mánudag ætli liðið að slá Val út annað árið í röð. Kristín: Bæði lið ætla sér áfram„Það var 150% snúningur. Hver og einn horfði í eigin barm og léku mun betur. Það var ekki einn leikmaður sem stóð ekki fyrir sínu. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir mjög ánægð með viðsnúninginn frá fyrsta leiknum. Kristín var ómyrk í máli eftir leikinn í Garðabænum og talaði mikið um vörnina eftir þann leik. Vörn Vals var allt önnur í kvöld og réð Stjarnan ekkert við hana í leiknum. „Hann var þéttur og allir saman. Hann var ekki gatasigti eins og síðast. Þetta var allt annað. Við vorum meira á tánum og allir vakandi og tilbúnar í það sem kom,“ sagði Kristín um varnarleikinn í kvöld en hún var ekki síður ánægð með sóknarleikinn og þá ekki síst í byrjun leiks. „Ég held að fyrstu tíu mínúturnar hafi verið hálfgert met. Ég veit ekki hvar við vorum. Það voru allir að gera hlutina þvílíkt vel, drógu í sig manninn og gáfu sendingarnar á réttum tímum. Við náðum líka að keyra á þær í seinni bylgju. Svo hættum við því.“ Sóknarleikur Vals hikstaði þegar Stjarnan minnkar muninn úr 10-3 í 10-9 en að öðru leiti var hann góður nánast allan leikinn. „Þetta eru tvö jöfn lið þó það spái þeim allir sigri. Við spiluðum vel en þær koma dýrvitlausar í næsta leik eins og við munum gera. Bæði lið ætla sér áfram. Þetta eru hnífjöfn lið,“ sagði Kristín. Rakel: Fékk smá svima í byrjunÞað fór um áhorfendur sem og keppendur og alla þá sem í Valshöllinni voru í dag þegar Rakel Dögg Bragadóttir fékk skot í höfuðið í fyrri hálfleik. Í kjölfarið átti hún í vandræðum með að standa upp og var leidd útaf en engu að síður kom hún aftur inn á völlinn í seinni hálfleik. „Ég fékk boltann í höfuðið. Maður er auðvitað smeykur. Ég fékk smá svima í byrjun og fór útaf og tók mér góðan tíma,“ sagði Rakel Dögg um atvikið. „Ég er fín en svo kemur kannski meira í ljós á morgun hvort þetta hafi einhver áhrif á mig. „Maður verður að spila þetta skynsamlega. Þetta er mikið mikilvægara heldur en úrslitakeppnin þó ég leggi allt í sölurnar hér. Auðvitað hugsar maður fyrst og fremst um heilsuna.“ Stjarnan átti í miklum vandræðum gegn Val í kvöld og var nánast aldrei inni í leiknum fyrir utan einn góðan kafla í fyrri hálfleik. „Við vildum rosalega mikið vinna í dag en þá var eins og stemningin væri ekki með okkur. „Við byrjum hrikalega illa. Það er eins og við missum pínu sjálfstraustið. Við eigum erfitt með að skora og fáum mörk hratt í bakið. Það var eins og við værum að bíða eftir að þetta myndi hrökkva í gang. „Það gerðist ekki þó við kæmumst aðeins inn í leikinn en svo hrynur þetta aftur í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta allt of lélegur leikur hjá okkur. „Vörnin nær sér ekki á strik á þá verður Flóra óörugg fyrir aftan okkur og svo var sóknarleikurinn slakur. Það vantaði meiri skotógnun. Þær eru pödduflatar og þá opnast ekki mikið fyrir línuna. „Á móti svona liði eins og Val þá þarf vörnin að vera góð og maður þarf að ná þessum ódýru mörkum,“ sagði Rakel. Mjög miklar sviptingar hafa verið á milli leikjanna en reikna má með meiri spennu í oddaleiknum á mánudaginn þegar bæði lið munu gefa allt í verkefnið. „Það eru miklar sveiflur í þessu. Við tökum leikinn á miðvikudaginn frekar sannfærandi og þær sannfærandi í dag. Það er ekki að getumunurinn breytist allt í einu svona mikið á milli leikja. „Þetta snýst um að mæta klár í slaginn og það er klárt mál að þegar þú ert kominn í oddaleik að þá verður þú að mæta klár. Það verður að gerast.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira