Mynduðu stjórn um mikilvæg málefni en vita ekki hver þau eru Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Helgi Hjörvar Hægt mjakast í viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi. Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið svör við því hvaða mál þurfi að hjálpa ríkisstjórninni með í gegnum þingið fyrir kosningar og hefur ekki verið svarað um nákvæma dagsetningu alþingiskosninga í haust. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það skjóta skökku við að geta ekki svarað því til hvaða mál þurfi að aðstoða stjórnina með í gegnum þingið. „Þeir gátu hvorki svarað um dagsetningu kosninga né hvaða mál þyrfti að hjálpa þeim með. Maður skyldi ætla að að þeir gætu sagt okkur hvaða mikilvægu mál þetta séu. Ég trúi ekki öðru en að búið verði að svara þessari spurningu fyrir þingfund [í dag]. Það er erfitt að skipuleggja þingstörf ef þeir sem eiga að stjórna vita hvorki hvenær eigi að ljúka þingi eða hvað eigi að taka fyrir,“ segir Helgi. „Við gerum lágmarkskröfu um ákveðinn ramma um þingstörfin, sérstaklega eftir það sem á undan hefur gengið.“Guðlaugur Þór ÞórðarsonGuðlaugur Þór Þórðarson, segir nú unnið að því að sigta út þau mál sem þurfi að verða að lögum í vor og í sumar áður en gengið er til kosninga. „Á meðan sú vinna er í gangi er ekki hægt að svara fyrirspurn minnihlutans um kosningar eða fjölda mála. Næstu dagar fara í það að skoða þessi mál og vinna þau í samvinnu flokkanna í ríkisstjórn og í samtölum við stjórnarandstöðuna,“ segir Guðlaugur Þór. Ríkisstjórnin kom saman í gær til fyrsta fundar og voru þar þrjú mál rædd. Þar ræddi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Panamaskjölin og viðbrögð stjórnvalda við þeim. Bjarni var sjálfur einn þeirra sem var í umræddum skjölum, sem og innanríkisráðherra, Ólöf Nordal.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Hægt mjakast í viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi. Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið svör við því hvaða mál þurfi að hjálpa ríkisstjórninni með í gegnum þingið fyrir kosningar og hefur ekki verið svarað um nákvæma dagsetningu alþingiskosninga í haust. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það skjóta skökku við að geta ekki svarað því til hvaða mál þurfi að aðstoða stjórnina með í gegnum þingið. „Þeir gátu hvorki svarað um dagsetningu kosninga né hvaða mál þyrfti að hjálpa þeim með. Maður skyldi ætla að að þeir gætu sagt okkur hvaða mikilvægu mál þetta séu. Ég trúi ekki öðru en að búið verði að svara þessari spurningu fyrir þingfund [í dag]. Það er erfitt að skipuleggja þingstörf ef þeir sem eiga að stjórna vita hvorki hvenær eigi að ljúka þingi eða hvað eigi að taka fyrir,“ segir Helgi. „Við gerum lágmarkskröfu um ákveðinn ramma um þingstörfin, sérstaklega eftir það sem á undan hefur gengið.“Guðlaugur Þór ÞórðarsonGuðlaugur Þór Þórðarson, segir nú unnið að því að sigta út þau mál sem þurfi að verða að lögum í vor og í sumar áður en gengið er til kosninga. „Á meðan sú vinna er í gangi er ekki hægt að svara fyrirspurn minnihlutans um kosningar eða fjölda mála. Næstu dagar fara í það að skoða þessi mál og vinna þau í samvinnu flokkanna í ríkisstjórn og í samtölum við stjórnarandstöðuna,“ segir Guðlaugur Þór. Ríkisstjórnin kom saman í gær til fyrsta fundar og voru þar þrjú mál rædd. Þar ræddi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Panamaskjölin og viðbrögð stjórnvalda við þeim. Bjarni var sjálfur einn þeirra sem var í umræddum skjölum, sem og innanríkisráðherra, Ólöf Nordal.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira