Veiði

RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl

Karl Lúðvíksson skrifar
Fimmtudaginn næstkomandi þann 14. apríl fer fram í 6. sinn RISE veiðisýningin sem er orðinn tærsti fluguveiðiviðburður ársins.

Eins og segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum þá hefur þessi árlega hátíð hefur skapað sér stóran sess á meðal íslenskra stangveiðimanna og fyrir marga markar hún upphaf stangveiðitímabilsins í íslenskum ám og vötnum.  Á síðasta ári var slegið met í mætingu þegar að ríflega sjöhundruð manns mættu að horfa á veiðibíó og er það líklega einhver mesta mæting á sambærilegan viðburð í heiminum. Hátíðin fer fram í Háskólabíói og hefst á veiðisýningu kl. 16:00 þar sem fjöldi fyrirtækja og veiðileyfasala kynna vörur sínar og þjónustu, sem og strauma og stefnur ársins í flugu-veiðibúnaði.

Kl. 16.10 Hefst málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Framsögumenn eru þeir Orri Vigfússon, Erlendur Steinar Friðriksson, Sigurður Guðjónsson og Kjetil Hindar en fundarstjóri er Hilmar Bragi Janusson. Málþingið stendur til kl. 18:30. Að málþingi loknu tæmum við salinn og gerum klárt fyrir kvikmyndasýninguna sem hefst kl. 20:00. Sýndar verða fjórar fluguveiðikvikmyndir, þar af ein sem tekin var upp á Íslandi sumarið 2015. Myndirnar eru:

o Welcome To Iceland – Mynd sem tekin var upp á Íslandi og gefin út af Brothers on the fly

o Aquasoul – Mynd sem fjallar um veiði á grunnsævi (e. flats)

o Backcountry South Island – Mynd sem fjallar um fluguveiði á Suðureyju Nýja Sjálands

o Turning Points north – Mynd eftir R.A. Beattie og fjallar um fluguveiðar á Geddum (e. Pike).

Miðasala er í fullum gangi á midi.is og er miðaverð einungis 2.490 kr.

 

 

 






×