Pavel: Við erum miklu sterkari fimm á fimm Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2016 21:30 Pavel var góður í kvöld. vísir/anton "Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi etir 72-54 sigur KR á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
"Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi etir 72-54 sigur KR á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira